Mikil aukning á hótunum og beitingu á ofbeldi gagnvart lögreglu á Norðurlandi eystra.
,,Það er ljóst að það að hér er um grafalvarlega stöðu að ræða. Svar dómsmálaráðherra við fyrirspurninni sýnir okkur að þróunin á starfssvæði lögreglustjórans á Norðurlandi eystra er með þeim hætti að það er nauðsynlegt að bregðast við. Það er mikilvægt að greina þessa stöðu. Hver er ástæðan fyrir þessari miklu fjölgun á brotum gegn lögreglumönnum og opinberum starfsmönnum á þessu landsvæði það er Norðurlandi eystra“ segir Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Njáll Trausti lagið fram á Alþingi fyrirspurn til dómsmálaráðherra um fjölda hótana og beitingu ofbeldis gagnvart starfsmönnum lögreglu, ákæruvalds og dómsvalds. Í svari ráðherra sem unnið er upp úr lögreglukerfinu (LÖKE) koma fram sláandi upplýsingar og er greinlega mikil aukning þegar kemur að hótunum og beitingu á ofbeldi gagnvart lögreglu og sérstaklega hér á Norðurlandi eystra.
Njáll Trausti Friðbertsson
Í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Njáls Trausta má sjá alvarlega þróun frá 2013 og þá sér staklega á Norðurlandi eystra.
Árið 2013 voru hótanir og um ofbeldi gagnvart lögreglumönnum og öðrum opinberum starfsmönnum 146 talsins á öllu landinu en í fyrra voru málin 256. Þróunin á Norðurlandi eystra sker sig úr þar sem tilfellum fjölgaði úr 8 í 50 á sama tímabili. Málafjöldinn hjá lögreglumönnum fer úr 6 í 39 og úr 2 í 11 hjá opinberum á Norðurlandi eystra.
,,Sú þróun atvika og þá sérstaklega núna síðustu tvö til þrjú árin sem kemur fram í svari dómsmálaráðherra þarf að greina og bregðast við. Hér blikka öll ljós og nauðsynlegt að bregðast við.
Minn grunur er sá að heimur fari harðnandi í undirheimum Akureyrar“ segir Njáll Trausti að lokum.