Fyrsta alþjóðlega hótelið á landsbyggðinni mun opna á Akureyri árið 2025

Fyrirhuguð hótelbygging  Aðsend tölvuteikning
Fyrirhuguð hótelbygging Aðsend tölvuteikning

Fyrirhugað er að fyrsta alþjóðlega hót­elið á lands­byggðinni mun opna á Ak­ur­eyri 2025  und­ir merkj­um Curio Col­lecti­on by Hilt­on. Framkvæmdin verður í samvinnu við Bohem­ian Hotels.  „Bohem­ian Hotels ehf., í sam­starfi við Hilt­on, til­kynn­ir með stolti und­ir­rit­un tíma­móta­samn­ings um bygg­ingu og rekst­ur tveggja hágæða hót­ela á Íslandi. Þess­ir samn­ing­ar marka ákveðin tíma­mót í hót­el­geir­an­um á Íslandi og færa Ak­ur­eyri gist­ingu og þæg­indi á heims­mæli­kv­arða til jafns við Reykja­vík" segir i tilkynningu frá Bohem­ian Hotels. 

Byggt i Miðbænum

"Skáld" Hótel Akureyri, Curio Collection by Hilton, mun rísa í hjarta miðbæjarins á Akureyri. Stefnt er að opnun sumarið 2025 og mun "Skáld" Hótel Akureyri bjóða upp á 70 vandlega hönnuð herbergi þar sem nútímaþægindum er blandað saman við menningararfleifð Íslands. Ljóð gefa okkur upplifanir og skilning sem við hefðum svo gjarnan viljað orða sjálf en finnum hins vegar í orðum ljóðskáldsins. Hótelið mun leggja einstaka áherslu á samfélag og menningu" segir enn fremur í tilkynningu.  

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segist fagna menningarþema Skáld Hótels og möguleikum þess til að efla orðspor Akureyrar sem miðstöðvar menningar og ferðaþjónustu á Norðurlandi en ferðaþjónustan skipti atvinnulíf Akureyrar sífellt meira máli eins og annarra fegurstu þéttbýlisstaða á Íslandi.

Nýjast