Vor í lofti á Akureyri

Drengir í fótbolta við Glerárskóla.
Drengir í fótbolta við Glerárskóla.

Það er vor í lofti á Akureyri þessa stundina, hitastigið komið upp í 12 gráður í plús og bæjarbúar hinir ánægðustu. Ungir kylfingar voru að æfa sig á golfvellinum, við skóla bæjarins voru ungmenni við tuðruspark, á meðan aðrir spókuðu sig með barnakerrur, og eða fóru út að viðra hundinn. Nemendur MA grilluðu pylsur ofan í starfsfólk og notendur Hæfingastöðvarinnar og starfsmenn Framkvæmdamiðstöðvar Akureyrar voru við skógarhögg við Glerá, svo fátt eitt sé nefnt. Það eru hlýnindi í kortunum fyrir helgina en vonandi geta skíðamenn stundað sína íþrótt af krafti, þrátt fyrir það.  

 

Nýjast