Vikudagur kemur út í dag
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Hörð Halldórsson gítarleikara í þrassmálmshljómsveitinni Skurk frá Akureyri og rokkið tekur því sinn toll af frítíma hans. Hann hefur líka gaman af klifri og veit fátt skemmtilegra en vetrarfjallamennsku. Fyrir tveimur árum lét Hörður gamlan draum rætast og hóf störf hjá Slökkviliði Akureyrar. Hann er í försvari fyrir söfnunina Gengið af göflunum – gengið til góðs.
-Húlladúllan, eða Unnur María Máney, er sjálfstætt starfandi sirkuslistakona Hún hefur starfað við sirkuslistir og kennslu í Mexíkó, á Íslandi og Bretlandi. Hún hefur mikla reynslu af skapandi barnastarfi. Hún sá m.a. um skipulag og kennslu við Æskusirkus Sirkus Íslands árin 2013-2016 og hefur einnig kennt fyrir Kramhúsið, Listdansskóla Hafnarfjarðar, Heilsuskóla Tönju og breska sirkusfyrirtækið Let’s Circus. Blaðamaður Vikudags ræddi við Húlladúlluna þar sem hún var að sýna listir sýnar í veðurblíðunni á Ráðhústorginu um síðustu helgi.
-Bjórböðin á Árskógssandi hafa slegið í gegn. Ragnheiður Ýr Guðjónsdóttir sagði í samtali við Vikudag að viðtökurnar þessar fyrstu vikur væru vonum framar. Næsta skref er að hefja rútuferðir frá Akureyri.
-Strandamótið fór fram á Árskógssandi um síðustu helgi. Vikudagur var á staðnum
-Síðustu ár hefur Dynheimaballið verið haldið á gamla Oddvitanum og í Sjallanum. Nú verður hins vegar breytt um stað og áherslur og verður haldinn Spari-Dynheimadansleikur í Hof
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.