Þrívíddarprentun og sýndarveruleiki í Hofi

Upplýsingatæknifyrirtækið Nýherji heldur ráðstefnuna Stórsnjallar lausnir í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri á fimmtudaginn. Sérfræðingar Nýherja munu fjalla um spennandi nýjungar á sviði upplýsingatækni, prentlausna, lífstílstækni og öryggismála. Gestum ráðstefnunnar mun einnig gefast færi á að fikta í allskyns græjum og dóti í græjuhorni ráðstefnunnar, ber helst að nefna sýndarveruleikatækið Oculus Rift og spánýjan þrívíddarprentara sem prentar allt milli himins og jarðar.

Nýjast