Þór skellti toppliðinu
Þór er komið á topp 1. deildar kvenna í körfubolta eftir sigur á toppliði Breiðbliks í dag 62-71.
Þór hafði yfir eftir fyrsta leikhluta 16-17 og í hálfleik leiddi Þór með átta stigum 25-33.
Blikar bitu ögn frá sér í þriðja leikhluta og unnu hann með tveimur stigum 17-15 en Þór hafði sex stiga forskot þegar fjórði leikhlutinn hófst 42-48.
Þórsstelpur mættu í fjórða leikhlutann af miklum krafti og höfðu náð fjórtán stiga forskoti þegar leikhlutinn var hálfnaður 49-63. Þór silgdi sigrinum í land með níu stiga mun 62-71 og komst þar með á topp deildarinnar.
Stig Þórs í dag: Fanney Lind 22, Unnur Lára 15, Rut Herner 14, Thelma Hrund 13, Hrefna 4 og Heiða Hlín 2. Þess má geta að Unnur Lára tók 19 fráköst í dag og Fanney Lind 14.
Stigahæstar í liði Breiðabliks voru; Telma Lind 24, Sóllilja 17 og Ísabella 10.
Eftir sigurinn í dag er Þór á toppi deildarinnar ásamt Breiðablik með 8 stig.
Næsti leikur Þórs verður útileikur gegn b liði Keflavíkur 20. nóvember