SA Víkingar höfðu betur gegn SR
Skautafélag Akureyrar tók á móti Skautafélagi Reykjavíkur í Hertz-deild karla á í gærkvöldi. SA Víkingar höfðu unnið síðustu viðureign liðanna 10-0 svo SR sem situr á botni deildarinnar átti harm að hefna. Óhætt er að segja að leikurinn hafi verið mun meira spennandi en fyrri viðureign liðanna, hann var hraður og jafn frá upphafi til enda.
SA byrjaði leikinn af krafti og sótti án afláts. Það var hinsvegar Kári Guðlaugsson sem opnaði markareikninginn fyrir SR eftir sofandihátt í vörn Skautafélags Akureyrar. Víkingar svöruðu fyrir sig áður en fyrsta lota endaði með marki frá Sigurði Sigurðssyni eftir mikla baráttu fyrir framan markið hjá Ævari Björnssyni.
Áfram var barist í öðrum leikhulta, leikurinn var nokkuð jafn en SA virtist þó hafa ágæta stjórn á leiknum á stórum köflum. Reykjavíkurliðið setti góða pressu á heimaliðið og fyrir vikið voru Víkingar tíðari gestir í refsiboxinu en ella.
Það var svo um miðja aðra lotu sem úrslitin réðust. Þá kom Andri Már Mikaelsson Víkingum yfir á meðan SR var með mann í refsiboxinu. Í Þriðju lotu sýndu markverðir beggja liða úr hverju þeir eru gerðir með hverri klassa markvörlunni á fætur annari. Ævar Björnsson og Jussi Suvanto stóðu þétt milli stanganna og urðu ekki fleiri mörk í leiknum þrátt fyrir margar góðar tilraunir og voru lokatölur því 2-1 fyrir Víkingum.
SA Víkingar eru í áfram í þriðja sæti deildarinnar en fengu þarna þrjú kærkomin stig en stigasöfnunin hefur gengið brösulega í byrjun tímabils.
Stig SR:
Kári Guðlaugsson 1/0
Sölvi Atlason 0/1
Refsimínútur SR:
4 mín
Stig SA:
Sigurður Sigurðsson 1/0
Andri Már Mikaelsson 1/0
Jussi Sipponen 0/2
Refsimínútur SA:
8 mín