Rekstarafkoma Sjúkrahússins á Akureyri í jafnvægi
Rekstarafkoma Sjúkrahússins á Akureyri fyrstu 7 mánuði ársins er í jafnvægi. Gjöld umfram tekjur eru 5,7 milljónir eða 0,2%.
Launakostnaður hefur lækkað um 2,2% frá fyrra ári og er um 13 milljónir innan áætlunar eða 0,7%. Stöðum hefur fækkað
um 18 að meðaltali á milli ára og nemur heildarlaunakostnaður um 1,9 milljarði á tímabilinu.
Almenn rekstrargjöld hafa hækkað um 4,5% á milli ára og hafa farið um 1% framúr áætlun þrátt fyrir styrkingu krónunnar. Jákvæð gengisáhrif á reksturinn í heild nema um 20 milljónum. Um 5% vantar uppá að sértekjur standist áætlun en það stafar m.a. af minni umsvifum. Almennt hefur dregið úr starfsemi á milli ára. Skurðaðgerðum og ferliverkum (göngudeildarþjónustu) hefur fækkað um 7-8% og dregið hefur úr ýmsum tegundum rannsókna. Fæðingum hefur hinsvegar fjölgað um 12%. Horfur eru á því að rekstur verði innan fjárheimilda í árslok. Þetta kemur fram á vef FSA.