Ófærð á vegum
10. nóvember, 2012 - 08:16
Vegir eru ófærir víðast hvar á Norðurlandi eystra. Þungfært og stórhríð er á Árskógsströnd og Ólafsfjarðarvegi og ófært milli Akureyrar og Dalvíkur. Einnig er ófært á Öxnadalsheiði, Víkurskarði, Fljótsheiði, Hólasandi og Hófaskarði.
Veðurspáin fyrir Norðurland eystra:
Norðan 15-23 m/s og talsverð snjókoma. Dregur úr vindi og úrkomu síðdegis. Frost 1 til 6 stig.
Nýjast
-
Sandra María Jessen og Alex Cambray Orrason íþróttafólk Akureyrar 2024
- 23.01
Þau Sandra María Jessen knattspyrnukona í Þór/KA og Alex Cambray Orrason kraftlyftingamaður í KA voru nú síðdegis útnefnd sem íþróttakona og íþróttakarl Akureyrar fyrir nýliðið ár í hófi sem fram fór í Hofi. -
Ágúst með nýtt myndband - Eins og þú
- 23.01
Ágúst Þór Brynjarsson er einn af þátttakendum í Söngvakeppni Sjónvarpsins en þar mun hann flytja lagið Eins og þú (e. Like You). Í dag kom út nýtt myndband við lagið sem hægt er að hlýða á neðst í fréttinni. -
Rúm 90% bæjarbúa ánægð með að búa á Akureyri
- 23.01
Ánægja með þjónustu Akureyrarbæjar eykst á milli ára samkvæmt niðurstöðum nýrrar þjónustukönnunar sem Gallup gerði og kynnt hefur verið fyrir fulltrúum sveitarfélagsins. -
Sundlaugar Akureyrar - Ríflega 400 þúsund gestir á liðnu ári
- 23.01
„Það er líf og fjör hjá okkur alla daga og jafnan mikið um að vera,“ segir Gísli Rúnar Gylfason forstöðumaður Sundlauga Akureyrar. Nýtt útisvæði var tekið í notkun nýverið við Glerárlaug og framkvæmdir standa sem hæst við breytingar í innlauginni við Sundlaug Akureyrar. -
Súlur Björgunarsveit býður á opið hús í tilefni af 25 ára afmæli
- 23.01
Súlur Björgunarsveit á Akureyri fagnaði 25 ára afmæli sínu á liðnu hausti. Sveitin varð til með sameiningu þriggja björgunarsveita; Flugbjörgunarsveitarinnar á Akureyri, Hjálparsveitar skáta á Akureyri og Sjóbjörgunarsveit SVFÍ. Stofndagur var 30. október árið 1999 „Þetta varð mikið gæfuspor og til varð ein öflugasta björgunarsveit landsins sem á sér sterkt bakland meðal íbúa og fyrirtækja á Akureyri,“ segir Halldór Halldórsson formaður Súlna. -
MA-Dagný Reykjalín gefur skólanum mynd af Gamla skóla
- 22.01
Í október sl. fagnaði Gamli skóli 120 ára afmæli, en hann var reistur að sumri 1904. -
VMA-Plast er ekki bara plast
- 22.01
Plast er ekki það sama og plast. Því komust nemendur Jóhannesar Árnasonar að í verklegum tíma í efnafræði. -
Akureyri-Verkefnastjórar sinna stuðningi við nemendur af erlendum uppruna
- 22.01
Í öllum grunnskólum á Akureyri starfa verkefnastjórar sem sinna stuðningi við nemendur af erlendum uppruna. Tilraunaverkefnið hófst árið 2020 í Brekkuskóla og Oddeyrarskóla og haustið 2021 byrjaði Síðuskóli með sitt tilraunaverkefni, þar sem Sigrún Helga Snæbjörnsdóttir var ráðin í stöðu ÍSAT kennara og utanumhald allra fjöltyngda nemenda. Haustið 2022 voru svo verkefnastjórar ráðnir í öll skólahverfi og á sama tíma var aukið í stuðning við fjöltyngda nemendur í grunnskólum bæjarins. -
Shawlee Gaudreault og Jóhann Már Leifsson íþróttafólk SA fyrir árið 2024.
- 22.01
Bæði tvö koma úr íshokkídeild félagsins og eru íþróttakona og íþróttakarl íshokkídeildar. Bæði eru tilnefnd af Skautafélagi Akureyrar til Íþróttafólks Akureyrar fyrir árið 2024.