Nýr samstarfssamningur North Sailing og knattspyrnudeildar Völsungs
Víðir Svansson, fulltrúi knattspyrnudeildar og Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri North Sailing gengu frá samningnum núna í morgun. Mynd: Völsungur.
North Sailing og knattspyrnudeild Völsungs hafa samið um áframhaldandi samstarf. Samningurinn sem var undirritaður í morgun er til þriggja ára.
Samstarfssamningurinn felur í sér að North Sailing styður knattspyrndudeildina fjárhagslega með árlegum greiðslum og á móti verður North Sailing sýnileg í formi auglýsinga á búningum bæði kvenna- og karlaliðs Völsungs og á Húsavíkurvelli.
Víðir Svansson, fulltrúi knattspyrnudeildar og Guðbjartur Ellert Jónsson framkvæmdastjóri North Sailing gengu frá samningnum núna í morgun.