6. nóvember - 13. nóvember - Tbl 45
Meirihlutinn heldur velli í Norðurþingi
Meirihlutinn í Norðurþingi heldur velli eftir sveitarstjórnarkosningarnar sem fóru fram í gær. D-listi Sjálfstæðisflokks tapar talsverðu fylgi og einum fulltrúa fengu 369 atkvæði (23,9%). V-listi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og óháð fengu 262 atkvæði (16,9%) og fengu tvo fulltrúa, voru áður með einn.
M-listi Samfélagsins fékk 226 atkvæði (14,6%) og fengu einn fulltrúa en hér er um nýtt framboð að ræða sem stofnað var að einhverju leiti á grunni E-lista samfélagsins sem fékk einn fulltrúa árið 2018 eða 223 atkvæði (14,1%)
S-listi Samfylkingar og annars félagshyggjufólks fékk 201 atkvæði (13 %) og heldur sínum fulltrúa en tapa tæplega einu og hálfu prósentustigi. Fengu 228 atkvæði eða 14,4% árið 2018.
B- listi Framsóknar og félagshyggju er stærstur í Norðurþingi með 489 atkvæði (31,6%) og heldur sínum þremur fulltrúum og hefur því möguleika á að mynda tveggja flokka meirihluta; annað hvort með Sjálfstæðisflokki eða Vinstri grænum og óháðum.
D-listi og V-listi hafa áfram möguleika á að halda áfram meirihlutasamstarfi með S-lista eða skipta honum út fyrir M-lista samfélagsins. En þetta kemur væntanlega allt í ljós í dag eða næstu daga.
Á kjörskrá voru 2257 og kjörsókn því 71,2%
Auðir seðlar voru 52 og ógildir seðlar 9.
Kjörnir fulltrúar í Norðurþingi eru:
- Hjálmar Bogi Hafliðason (B)
- Hafrún Olgeirsdóttir (D)
- Aldey Unnar Traustadóttir (V)
- Soffía Gísladóttir (B)
- Áki Hauksson (M)
- Benóný Valur Jakobsson (S)
- Helena Eydís Ingólfsdóttir (D)
- Eiður Pétursson (B)
- Ingibjörg Benediktsdóttir (V)