Kvöldstund með Eyfa og gestum

Eyjólfur Kristjánsson leikur öll sín bestu lög á tónleikunum og fær til sín góða gesti.
Eyjólfur Kristjánsson leikur öll sín bestu lög á tónleikunum og fær til sín góða gesti.

Töðugjöld Helga og hljóðfæraleikaranna verða á Græna hattinum á föstudagskvöldið kemur þann 21. júlí. „Loks er gengdarlausum heyskap lokið og þá hefst hömlulaust rokk og ról. Á rokkið ennþá séns? Eru morðingjar í útlöndum ? Þessum spurningum verður svarað á Græna hattinum annaðkvöld,“ segir í tilkynningu og hefjast tónleikarnir kl. 22.00.

Eyjólfur Kristjánsson, Eyfi, hélt í byrjun maí tónleika á Rosenberg í Reykjavík fyrir troðfullu húsi sem nefndust Kvöldstund með Eyfa og gestum, þar sem hann flutti lög sín frá 30 ára ferli ásamt hljómsveit og gestum. Nú endurtekur Eyfi leikinn á Græna hattinum laugardagskvöldið 22. júlí. Lög eins og Álfheiður Björk, Draumur um Nínu, Dagar, Danska lagið, Ég lifi í draumi, Gott, Mánaskin, Kannski er ástin og fleiri munu hljóma ásamt léttu spjalli Eyfa við tónleikagesti.

Með Eyfa á sviðinu verða Jóhann Hjörleifsson á trommur, Haraldur Þorsteinsson á bassa, Einar Örn Jónsson á hljómborð, Ingi G. Jóhannsson á gítar og bakraddir og Guðrún Gunnarsdóttir í bakröddum. Sérstakir gestir Eyfa þetta kvöld eru söngvararnir 
Bergþór Pálsson og Sigrún Waage og jafnvel má búast við óvæntum gestum á sviðið.

Tónleikarnir hefjst kl. 22.00

Nýjast