KA/Þór fékk skell gegn Fjölni
KA/Þór steinlá í kvöld gegn Fjölni í 1. deild kvenna í handbolta. Fjölnisstúlkur stýrðu leiknum framan af og juku forystuna smátt og smátt. Hálfleikstölur voru 17-15 Fjölni í vil.
KA/Þór tókst ekki að snúa leiknum sér í vil í síðari hálfleik og stórtap staðreynd, 35-26.
Martha Hermannsdóttir var markahæst í liði Þórs með 8 mörk og næst kom Ásdís Guðmundsdóttir með 6 mörk.
Akureyrarstúlkur fengu fimm sinnum tveggja mínútna brottvísun en Fjölnir einu sinni.