Halldór J. Sigurðsson tekur við Þór/KA

Donni undirritar samninginn ásamt Ingu Huld Pálsdóttur úr kvennaráði Þór/KA. Myndin er fengin af hei…
Donni undirritar samninginn ásamt Ingu Huld Pálsdóttur úr kvennaráði Þór/KA. Myndin er fengin af heimasíðu KA.

Halldór Jón Sigurðsson, einnig þekktur sem Donni, verður næsti þjálfari Pepsi-deildarliðs Þór/KA. Halldór Jón og Þór/KA skrifuðu undir samning í gær um að hann taki að sér þjálfun meistara- og 2. flokks Þórs/KA og gildir samningurinn til þriggja ára.

Halldór Jón hætti þjálfun karlaliðs Þórs á dögunum og gaf upp að það hafi verið af persónulegum ástæðum. Bræðurnir Lárus Orri og Kristján Örn Sigurðssynir tóku við starfinu af Halldóri Jóni.

Jóhann Kristinn Gunnarsson hefur verið þjálfari Þórs/KA undanfarin fimm ár og undir hans stjórn hefur liðið verið í fremstu röð á Íslandi. Hann ákvað að láta gott heita eftir nýliðið tímabil og stíga til hliðar. Þór/KA endaði í fjórða sæti deildarinnar með 33. stig en Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari með 44. stig, fimm stigum betur en Breiðablik sem endaði í öðru sæti. 

Nýjast