Framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar segir upp störfum

Gunnar Gunnsteinsson. Mynd/Þröstur Ernir
Gunnar Gunnsteinsson. Mynd/Þröstur Ernir

Gunnar L. Gunnsteinsson hefur sagt upp störfum sem framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar (MAk) og mun láta af störfum um næstu mánaðarmót. Gunnar staðfestir þetta í samtali við Vikudag og segir ástæðu uppsagnarinnar vera af persónulegum ástæðum. Gunnar var ráðinn framkvæmdastjóri MAk fyrir um ári síðan við samruna Hofs, Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands og Leikfélags Akureyrar í sameiginlegt félag. Samkvæmt upplýsingum Vikudags verður auglýst eftir nýjum framkvæmdastjóra og hann ráðinn innan nokkurra vikna.

Nýjast