Dagskráin 5. febrúar - 12. febrúar Tbl 5
Gjöf til Sjúkrahússins á Akureyri
Nýlega kom stjórn Lionsklúbbs Akureyrar á Kristnesspítala til að afhenda Sjúkrahúsinu á Akureyri sértækan þjálfunarbúnað fyrir einstaklinga sem vegan lömunar geta lítið hreyft sig og hafa heldur ekki getu til að sitja.
Um er að ræða rafdrifið fóthjól með ýmsum viðbótarbúnaði og er kostnaðurinn liðlega ein milljón króna.
Það voru forstjóri FSA og framkvændastjóri Lyflækningasviðs ásamt stjórnendum á Kristnesspítala sem veittu gjöfinni viðtöku og skýrðu notagildi hjólsins, einn stjórnarmanna var látinn prófa tækið.
Þetta er ekki í fyrsta, annað eða þriðja sinn sem Lionsklúbbur Akureyrar eða aðrir lionsklúbbar í nágrenninu koma færandi hendi í Kristnes og er það alltaf jafn þakkarvert, segir í tilkynningu frá Sjúkrahúsinu á Akureyri.