Gamli góði Marbella kjúklingurinn

Hafdís Bjarnadóttir og Gauti Einarsson
Hafdís Bjarnadóttir og Gauti Einarsson

Gamli góði Marbella kjúklingurinn (fyrir 4-6)

 

u.þ.b. 1 kg af kjúklingalærum (eða blönduðum kjúklingabitum)

1 hvítlaukur saxaður (etv nokkur heil rif) 

2 msk þurrkað oregano

Gróft salt og pipar eftir smekk

1/2 bolli rauðvínsedik

1/2 bolli ólífuolía

1/2 bolli steinlausar sveskjur

1/2 bolli grænar ólífur

1/4 bolli capers

3 lárviðarlauf

1/2 bolli púðursykur

1 bolli hvítvín

1/2 búnt söxuð steinselja

 Blandið saman hvítlauk, oregano, ediki, ólífuolíu, ólífum, capers og lárviðarlaufum. Hellið yfir kjúklingabitana og látið marenerast í nokkra tíma, helst yfir nótt (gengur þó alveg að sleppa því að marinera ef mikið liggur við).

 Setjið kjúklingabitana í eldfast mót og helið marineringunni yfir. Dreifið púðursykrinum yfir og hellið hvítvíninu í kringum bitana. Bakið í ofni við 175°C í 1 klst. Ausið reglulega. Takið úr ofninum og stráið steinseiljunni yfir. Berið fram með brúnum hrísgrjónum og salati. Drekkið afganginn af hvítvíninu og snæðið umfram allt með skemmtilegu fólki.

 Þriggja súkkulaði Brownie 

 185gr smjör

185gr dökkt súkkulaði

3 egg

1 1/4 bolli sykur

2/3 bolli hveiti

1/2 bolli kakó

3/4 bolli hvítt súkkulaði (saxað)

3/4 bolli mjólkursúkkulaði (saxað)

 

Bræðið smjör og dökkt súkkulaði saman. Þeytið egg og sykur þar til verður ljóst og létt. Hellið súkkulaðiblöndunni út í eggjahræruna. Bætið svo hveiti og kakó saman við og hrærið. Því næst hvítu súkkulaði og mjólkursúkkulaði út í. Bakist við 170°C í um 20 mínútur.

Þau Hafdís og Gauti skora á Samúel Björnsson sjómann til að koma með uppskriftir í næsta matarkrók

 

 

Nýjast