Fyrsti heimasigurinn í höfn

Mynd úr safni. Ljósmyndari: Sævar Geir
Mynd úr safni. Ljósmyndari: Sævar Geir

Akureyri handboltafélag vann sinn fyrsta heimaleik í Olísdeildinni í handbolta karla í vetur þegar Stjarnan var lögð af velli í KA heimilinu í gærkvöld í 10. umferð.

Sverre Jakobsson þjálfari Akureyringa hefur greinilega nýtt landleikjahléið vel og þjappað sínum mönnum saman. Akureyringar mættu gríðarlega vel stemmdir til leiks og sigurinn virtist aldrei vera í hættu.

Róbert Sigurðarson fékk beint rautt spjald um miðjan síðari hálfleik fyrir ljótt brot. Akureyri lét það ekki slá sig út af laginu, heldur jók á forystuna. Gestirnir klóruðu aðein í bakkann undir lokin, en fyrsti heimasigur vetrarins er staðreynd, 24-20.

Akureyri er þó áfram í neðsta sæti deildarinnar með fimm stig, tveim stigum frá Gróttu sem er næsta lið fyrir ofan.

Markaskorarar Akureyrar: Mindaugas Dumcius 6, Kristján Orri Jóhannsson 6, Friðrik Svavarsson 4, Andri Snær Stefánsson 3, Karolis Stropus 3, Garðar Már Jónsson 1, Róbert Sigurðarson 1.

Markaskorarar Stjörnunnar: Starri Friðriksson 5, Ari Þorgeirsson 5, Garðar B. Sigurjónsson 3, Sverrir Eyjólfsson 2, Andri Grétarsson 2, Brynjar Guðmundsson 1, Eyþór Magnússon 1, Ari Pétursson 1.


Nýjast