27. nóvember - 4. desember - Tbl 48
Finnur Yngvi endurráðinn sveitarstjóri í Eyjafjarðarsveit
Ráðningasamningur við sveitarstjóra Eyjafjarðarsveitar, Finn Yngva Kristinsson hefur verið endurnýjaður til næstu fjögurra ára.
Ný sveitarstjórn Eyjafjarðarsveitar hefur tekið til starfa og átti sinn fyrsta fund í gær. Á fundinum var Hermann Ingi Gunnarsson kjörinn oddviti sveitarstjórnar og Linda Margrét Sigurðardóttir varaoddviti.Samþykkt var samhljóða að ráða Stefán Árnason sem ritara sveitarstjórnar.
Skipað var í kjörstjórn, skipulagsnefnd, fjallskilanefnd og framkvæmdaráð. Á fundinum var ákveðið að sameina Menningar- lýðheilsu og félagsmálanefnd í eina nefnd og Umhverfisnefnd og landbúanaðar- og atvinnumálanefnd í eina nefnd. Verður skipað í þær á næsta fundi sveitarstjórnar sem fyrirhugaður er þann 10.júní næstkomandi.