13.nóvember - 20.nóvember - Tbl 46
Dagur íslenskrar tungu í Nonnahúsi
Barnabókarithöfundurinn Jón Sveinsson, Nonni, fæddist 16. nóvember 1857. Af þessu tilefni er boðið til afmælis á æskuheimili hans, Nonnahúsi, á afmælisdaginn milli 12 og 14.
Gerður Kristný les úr eigin barna- og ungmennabókum. Sögur Nonna fá að hljóma og lesnar rímur úr Dótarímum Þórarins Eldjárns.
Það verður hægt að myndskreyta bók eða gera eigin bókakápu. Í boði verða piparkökur, konfekt, djús og jólaöl meðan afmælisbirgðir endast.
Velkomin í notalega stund í Nonnahúsi frá 12-14 laugardaginn 16. nóvember.
Það er auðvitað ókeypis inn enda afmæli!