Ekki verður gert leiksvæði sunnan við Búðasíðu
Í framhaldi af bókun framkvæmdaráðs 07.07.2006 þar sem íbúar Borgarsíðu, Búðasíðu og Brekkusíðu lögðu fram undirskriftarlista með 23 nöfnum íbúa með óskum til bæjaryfirvalda um að grænt svæði sunnan við Búðasíðu verði gert að leikvelli með tilheyrandi leiktækjum, var lögð fram tillaga að deiliskipulagi leiksvæðis á grænu svæði sunnan við Búðasíðu, milli Borgarsíðu og Brekkusíðu. Tillagan var auglýst í framhaldi af fyrrnefndri bókun þann 29. október til 10. desember 2008. Ein athugasemd barst 19. október 2008 með 19 undirskriftum: Fyrir nokkrum árum var samþykkt á fundi með íbúum og yfirmanni umhverfisdeildar, að svæðið yrði ósnert. Því mótmæla íbúar nú áformum um leiksvæði með þeim rökum og að svæðið sé of lokað fyrir eftirliti fullorðinna, opið svæði á samþykktu deiliskipulagi var kostur þegar íbúar keyptu sínar eignir, leiksvæði fylgir ónæði og stutt er í leiksvæði við Síðuskóla og Álfhól, segir í bókun frá síðasta fundi skipulagsnefndar.