Álag á Sjúkrahúsinu á Akureyri
Mikið álag hefur verið á stóru legudeildum Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) í sumar sem oft hafa verið yfirfullar. Komur á bráðamóttöku í júní og júlí hafa verið mun fleiri en undanfarin sumur sem og sjúkraflug. Þetta kemur fram í forstjórapistli á vef Sjúkrahússins. Þá hafa fæðingar verið um þriðjungi fleiri en að jafnaði þessa mánuði.
„Það hefur enn einu sinni reynt á útsjónarsemi og þrautseigju sem og velvilja þeirra sem hafa stytt sumarleyfi sitt til að láta þjónustu sjúkrahússins ganga upp. Vonandi hillir undir að innan skamms komist starfsemin í hefðbundnar skorður,“ segir á vef SAk.