Akureyringar á fljúgandi siglingu

Hér eigast Akureyringar við Gróttu í fyrri viðureign liðanna. Mynd Sævar Geir
Hér eigast Akureyringar við Gróttu í fyrri viðureign liðanna. Mynd Sævar Geir

Ak­ur­eyri sigraði Gróttu, 21:18, í 11. um­ferð Olís-deild­ar karla í hand­knatt­leik á Seltjarn­ar­nesi í dag eftir æsispennandi lokamínútur. Ak­ur­eyri er þó áfram í neðsta sæti deild­ar­inn­ar með 7 stig. Grótta er í átt­unda sæti með 9 stig.

Hart var barist í fyrri hálfleik og höfðu Gróttumenn frumkvæðið lengst af og voru tveimur mörkum yfir í hálfleik.

Grótta var áfram skref­inu á und­an þangað til nokkr­ar mín­út­ur voru eft­ir. Ak­ur­eyri skoraði þá þrjú mörk í röð og breytti stöðunni úr 8:6 fyr­ir Gróttu í 9:8, sér í vil.

Norðanmenn mættu ákveðnir til leiks eftir hléið. Tom­as Ola­son varði tvö víta­skot á fyrstu fimm mín­út­um hálfleiks­ins. Ak­ur­eyr­ing­ar voru með frum­kvæðið all­an seinni hálfleik­inn og voru gríðarlega sterkir varnarlega og Tomas var öflugur í markinu. Fór það svo að lok­um að Ak­ur­eyri vann, 21:18 eftir háspennu lokakafla.

Kristján Orri Jó­hanns­son var markahæstur Ak­ur­eyr­inga með 11 mörk. Tom­as varði 12 skot í mark­inu, þar af þrjú víti.

Markahæstur Gróttumanna var Finn­ur Ingi Stef­áns­son með fimm mörk. Lár­us Helgi Ólafs­son varði 13 skot í mark­inu.

 

Nýjast