Akureyrarliðin í eldlínunni í kvöld

Úr leik Akureyrar U og Hamranna. Mynd: Þórir Tr/ KA.is
Úr leik Akureyrar U og Hamranna. Mynd: Þórir Tr/ KA.is

Ungmennalið Akureyrar mætir KR í 1. deild karla í kvöld, föstudag klukkan 20 en leikið verður í DHL höllinni í Vesturbæ Reykjavíkur.

Að loknum 9 leikjum er KR með 11 stig og sitja í 4. sæti deildarinnar. Akureyri U hefur leikið 8 leiki og er með 6 stig í 9. sæti. KR hefur verið á góðu skriði upp á síðkastið og unnið síðustu þrjá leiki sína. Akureyri U hefur unnið tvo af síðustu þrem leikjum sínum, síðast unnu þeir Hamrana í spennandi viðureign um montréttinn á.

Hamrarnir eiga heimaleik í kvöld þegar þeir fá Víkinga í heimsókn í KA heimilið klukkan 20:15. Víkingar hafa 10 stig eftir 9 leiki og sitja í 5. sæti deildarinnar á meðan Hamrarnir eru með 4 stig eftir 8 leiki og sitja á botni deildarinnar.

Nýjast