Fréttir

Geðverndarfélag Akureyrar fagnar 50 ára afmæli

„Geðverndarfélag Akureyrar hefur ekki verið mjög áberandi undanfarin ár, en á sér engu að síður merka sögu og hefur staðið fyrir mikilvægum framförum í geðheilbrigðismálum í bænum og ýmislegt sem til bóta er í þessum viðkvæma málaflokki,“ segir Valdís Eyja Pálsdóttir formaður Geðverndarfélags Akureyrar. Félagið var stofnað 15. desember árið 1974 og verður því 50 ára gamalt innan tíðar. Haldið verður upp á tímamótin næstkomandi laugardag.

Lesa meira

Verðandi sjávarútvegsfræðingar kynna sér starfsemi Samherja til sjós og lands

Hátt í fjörutíu nemendur í sjávarútvegsfræðum við Háskólann á Akureyri hafa á undanförnum dögum heimsótt skip og landvinnslu Samherja. Nemendur auðlindadeildar skólans hafa um langt árabil átt þess kost að skoða og kynnast starfsemi félagsins, sem hluta námsins. Magnús Víðisson brautarstjóri segir afar mikilvægt að öflug sjávarútvegsfyrirtæki séu starfandi í námunda við skólann, sem geri nemendum kleift að kynnast betur sjávarútvegi og haftengdri starfsemi.

Lesa meira

Aðeins fleira fé slátrað þetta haustið miðað við í fyrra

„Heilt yfir hefur gengið mjög vel, auðvitað hafa rafmagnstruflanir, nettruflanir, veðurtruflanir og ýmislegt af því tagi, stungið sér niður hjá okkur, en sem betur fer gekk allt upp að lokum,“ segir  Sigmundur Hreiðarsson framleiðslustjóri Kjarnafæði Norðlenska á sláturhúsinu á Húsavík.

Lesa meira

Að þora að vera hræddur

Nú haustar og í haustmyrkrinu leynast oft myrkraverur og alls konar furðuleg fyrirbæri sem skjóta okkur stundum skelk í bringu.  Flest tengjast þau reyndar hrekkjavöku og ýmiskonar skálduðum hryllingi þannig að það er lítið mál að sýna hugrekki og láta sem ekkert sé. Eða hvað, erum við kannski hræddari en við sýnumst, og hvenær erum við annars hugrökk?

Lesa meira

Ferðast landa á milli til að taka þátt í lotu Viðskiptadeildar

Í þarsíðustu viku var lota hjá Viðskiptadeild og þá gafst stúdentum tækifæri á að hitta kennara, samstúdenta og annað starfsfólk Háskólans. Þannig tengjast þeir betur innbyrðis og í lotum er horfið frá hefðbundinni kennslu, til dæmis með því að bjóða gestum úr atvinnulífinu að vera með innlegg í námskeiðum.

Lesa meira

Gefur lífinu aukalit og við hefðum alls ekki viljað missa af honum

„Rúben hefur verið okkur dýrmætur kennari í lífinu og gefið því fallegan auka lit. Við hefðum alls ekki vilja missa af honum,“ segir Arnheiður Gísladóttir móðir Rúbens Þeys, sem fæddist í janúar árið 2020, með Downs heilkenni. Október er mánuður vitundarvakningar um Downs heilkenni á alþjóðavísu. Einstaklingar sem fæðst hafa með heilkennið hafa fylgt mannkyni frá upphafi vega.  Þeim fer fækkandi og um tíma hélt Arnheiður að Rúben Þeyr yrði með þeim síðustu hér á landi sem fæddist með heilkennið. Sú hafi þó ekki orðið raunin. Faðir Rúbens er Vífill Már Viktorsson smiður og átti Arnheiður fyrir Karítas Von sem verður 11 ára gömul í nóvember. Fjölskyldan býr á Akureyri.

 

Lesa meira

Flokkur fólksins er fyrir þig

Ég er þakklátur fyrir að vera sýnt það traust að fara fyrir frábærum frambjóðendum Flokks fólksins í Norðausturkjördæminu í komandi Alþingiskosningunum. Öll mín orka og þrek mun fara í að standa vörð um kjördæmið okkar. Flokkur fólksins hefur verið einarður málsvari landsbyggðarinnar og talað óhikað fyrir framtíð sjávarbyggðanna og jöfnun búsetuskilyrða.

Lesa meira

Hvaða þjónusta skiptir þig máli?

Maskína er um þessar mundir að gera þjónustukönnun fyrir hönd Byggðastofnunar meðal íbúa um land allt (utan höfuðborgarsvæðis) vegna rannsókna á þjónustusókn og væntingum til breytinga á þjónustu.

Lesa meira

Uppeldi á Íslandi í dagsins önn

Sigurbjörg Anna Þorleifsdóttir, stúdent í meistaranámi við Sálfræðideild, vinnur þessa dagana að meistaraverkefni sínu og rannsókn sem skoðar mismunandi uppeldisaðferðir í tengslum við hegðun barna á Íslandi. Dr. Hilal Sen, lektor við Sálfræðideild, er leiðbeinandi Sigurbjargar.

Lesa meira

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2025 lögð fram

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2025 var lögð fram á fundi bæjarstjórnar sem haldinn var í Hrísey í dag. Rekstrarafkoma A- og B-hluta er áætluð jákvæð um 1.414 milljónir króna eftir fjármagnsliði og tekjuskatt. Jafnframt var lögð fram þriggja ára áætlun áranna 2026-2028.

Lesa meira