Geðverndarfélag Akureyrar fagnar 50 ára afmæli
„Geðverndarfélag Akureyrar hefur ekki verið mjög áberandi undanfarin ár, en á sér engu að síður merka sögu og hefur staðið fyrir mikilvægum framförum í geðheilbrigðismálum í bænum og ýmislegt sem til bóta er í þessum viðkvæma málaflokki,“ segir Valdís Eyja Pálsdóttir formaður Geðverndarfélags Akureyrar. Félagið var stofnað 15. desember árið 1974 og verður því 50 ára gamalt innan tíðar. Haldið verður upp á tímamótin næstkomandi laugardag.