Pistlar

Fjölmiðlastjarna og spriklandi doktor með ástríðu fyrir hjartanu og þjónandi forystu

Vísindafólkið okkar er mánaðarleg kynning á vísindafólki Háskólans á Akureyri. Vísindamanneskjan í mars er Sigurður Ragnarsson, lektor við Viðskiptadeild. Samhliða lektorsstöðunni sinnir hann eigin fyrirtæki, Forysta og samskipti, sem hann stofnaði og rekur í dag. 

Lesa meira

NÝR ÞÁTTUR Í HLAÐVARPI HEILSU- OG SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTUNNAR

Það er  Júlía Margrét Rúnardóttir félagsráðgjafi sem er gestur þáttarins að þessu sinni  og fjallar hún um stjúpfjölskyldur.

 

Lesa meira

Mikil­vægt fram­fara­skref fyrir bændur og neyt­endur

Því miður hefur þróun síðustu ára verið með þeim hætti að innflutningur á kjötvörum hefur vaxið langt úr hófi fram með þeim afleiðingum að innlendur landbúnaður, þ.m.t. kjötframleiðsla hefur verið í umtalsverðri samkeppni við erlenda kjötframleiðslu. Þetta hefur aftur skapað erfiða stöðu fyrir bændur og ekki hefur verið mögulegt að hagræða frekar í greininni. Afleiðingarnar hafa verið að vöruverð hefur farið hækkandi. Við lifum í heimi sem breytist hratt, fyrir nokkrum árum datt mönnum ekki í hug að árið 2024 yrði stórfelldur innflutningur á kjöti til landsins, hvað þá innflutningur á lambakjöti til Íslands. Raunstaðan í dag er sú að samkeppni í landbúnaði kemur nú fyrst og fremst erlendis frá, og við því þarf að bregðast.

Lesa meira

Mis­gengi í mann­heimum

Enn er höggvið í sama knérunn. Fyrir ári síðan virtist eins og umræðan á Íslandi væri farin að beinast að því að íslenska krónan sé hugsanlega einn helsti skaðvaldur í efnahagslífi þjóðarinnar. Bólaði jafnvel á efasemdum um að minnsti gjaldmiðill í veröldinni sé brúklegur fyrir þjóð sem gerir kröfur um sambærileg lífskjör og nágrannaþjóðirnar búa við. Vegna smæðar sinnar og umkomuleysis hoppar örkrónan og skoppar eins og korktappi á opnu úthafi alþjóðlegrar samkeppni. Í því ölduróti er hún með öllu ófær að tryggja traust rekstrarumhverfi fyrir skuldug íslensk heimili og þau fyriræki í landinu sem ekki eru þegar búin að forða sér í skjól stærri gjaldmiðla eins og fjölmörg þeirra hafa þegar gert.

Lesa meira

Að vera ég sjálf

„Ég fíla svo vel að vera frónari, og búa á Íslandi“, var oft sungið þegar ég var lítil og ég gæti sem best sungið þetta lag flesta daga. Mér finnst fínt að vera í frostpinnafélaginu, elska norðangolu og rigningu og finnst veturinn ekkert svo hræðilegur. Mér leiðast reyndar umhleypingar, saltpækill á götum, sullumbull og hálka til skiptis og væri eins og margir aðrir, alsæl með froststillur vikum saman.

Lesa meira

Ferðalag til bata

Á eitthvað að ferðast í ár? Svörin geta verið á ýmsa vegu, falið í sér drauma um framandi lönd og ókunnar slóðir, en líka væntingar um kyrrð og ró í heimahögunum.

Yfirleitt eru ferðalög skipulögð fram í tímann og hluti af því að vera í fríi frá daglegum skyldum og störfum, sem við leitumst við að njóta með okkar nánasta og besta fólki.

Lesa meira

Tjaldsvæðið – Villigötur

Svo ég segi það strax þá óttast ég að í uppsiglingu sé meiriháttar slys á tjaldsvæðisreitnum við Þórunnarstræti. Arkitektastofan Nordic – office of Architecture hefur skilað tillögum að uppbyggingu á reitnum sem hafa fallið í góðan jarðveg hjá meiri hluta skipulagsráðs Akureyrarbæjar

Lesa meira

Lokaorðið - Fótanuddtæki óskast

I know I used to be crazy
I know I used to be fun
You say I used to be wild
I say I used to be young.

Lesa meira

Hér rís önnur heilsugæslustöð

Það er ekkert launungamál að margir Akureyringar hafa lengi verið án heimilislæknis og má rekja þá staðreynd mörg ár aftur í tímann. Bið eftir tíma hjá heimilislæknum er í dag yfirleitt mjög löng og í sumum tilfellum nær fólk ekki að fá tíma sem verður til þess að álag eykst á öðrum stöðum í heilbrigðiskerfinu. Tel ég það eitt af okkar forgangsmálum að ráða bót þar á. Rannsóknir hafa sýnt hversu mikilvægt það er að allir hafi fastan heimilislækni um lengri tíma auk þess sem sýnt hefur verið fram á að það minnki einnig marktækt vinnuálag á heimilislæknum og í heilbrigðiskerfinu öllu.

Lesa meira

Akureyrarbær tilbúinn að taka þátt í samstilltu átaki til að kveðja niður verðbólgu

Ég tek undir að sveitarfélögin gera sér grein fyrir því að allir aðilar þurfi að koma að borðinu í kjaraviðræðum til að ná grunnmarkmiðunum, sem er að bæta kaupmátt í landinu.

Lesa meira