Pistlar

Heilsu og sálfræðiþjónustan. - Fyrsti hlaðvarpsþáttur ársins er kominn í loftið

Í fyrsta þætti ársins af heilsaogsal.is - hlaðvarp fræðir Regína Ólafsdóttir, sérfræðingur í klínískri sálfræði, hlustendur um kvíða og við hverju má búast þegar einstaklingur fer í kvíðameðferð hjá sálfræðingi. Hún deilir einnig gagnlegum ráðum um hvernig hægt er að bregðast við þegar við upplifum kvíða í hversdagsleikanum.

 https://open.spotify.com/episode/1pVmLGFdzaHvhvg9MgY5V0?si=0c4a15953a67409e

 

Lesa meira

Um 2000 manns sóttu fjölbreytt helgihald jóla og aðventu í Akureyrar- og Laugalandsprestakalli

Í kringum 1500 manns komu í Akureyrarkirkju, um 400 sóttu þjónustu í kirkjunum frammí firði og aðrir á viðburðum hér og þar á svæðinu. Samtals sóttu 5336 viðburði, þjónustu og starf í prestakallinu í desember þannig að næg voru verkefnin hjá prestum og starfsfólki Akureyrarkirkju.

Lesa meira

Áramótapistill Finnur Yngvi Kristinsson 05 01 ´24

Ég vakna að morgni, tölti út og anda að mér fersku lofi froststillunnar, dreg inn orkuna sem liggur yfir öllu og glitrar á hélaðri jörð Eyjafjarðarsveitar.

Samfélagið hér býr yfir miklum krafti sem hefur í gegnum aldirnar byggst upp og mótast af frumkvöðlum bændastéttarinnar. Við sem hér búum í dag njótum góðs af ósérhlífinni vinnu fyrri kynslóða sem lagt hafa mikið af mörkum við að byggja upp sín heimili, sín bú og sína atvinnustarfsemi. Frjósöm jörðin hefur skapað eina allra gjöfulustu sveit landsins, þar sem umtalsvert magn allrar mjólkur í landinu er framleidd.  Hér er líka ræktað korn, kartöflur og grænmeti, alin svín, naut, íslenskt sauðfé og veiddur fiskur. Hér er framleiddur ís og hér eru framleiddar sultur og egg, svo fátt eitt sé nefnt. Við getum verið stolt af því ríka hlutverki sem samfélagið gegnir í fæðuöryggi þjóðarinnar og sjálfbærni Íslands þegar að matvælum kemur.

Lesa meira

Við áramót - Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

Vefurinn setti sig i samband við þá flokka sem eiga þingmenn i kjördæminu og bauð oddvitum þeirra að sem skrifa pistil til lesenda  við áramót. Eins og vera ber og til að gæta alls hlutleysis var dregið um röð flokka í sambandi við birtingu pistla. 

Það er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sem á lokaorðin.

Lesa meira

Við áramót Logi Már Einarsson

Vefurinn setti sig i samband við þá flokka sem eiga þingmenn i kjördæminu og bauð oddvitum þeirra að sem skrifa pistil til lesenda  við áramót. Eins og vera ber og til að gæta alls hlutleysis var dregið um röð flokka í sambandi við birtingu pistla. 

Það er Logi Már Einarsson Samfylkingu sem er næstur með sinn pistil.

Lesa meira

Um áramót - Ingibjörg Isaksen skrifar

Vefurinn setti sig i samband við þá flokka sem eiga þingmenn i kjördæminu og bauð oddvitum þeirra að sem skrifa pistil til lesenda  við áramót. Eins og vera ber og til að gæta alls hlutleysis var dregið um röð flokka í sambandi við birtingu pistla. 

Það er Ingibjörg Isaksen Framsóknarflokki sem hefur ,,orðið"

Lesa meira

Um áramót Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Vefurinn setti sig i samband við þá flokka sem eiga þingmenn i kjördæminu og bauð oddvitum þeirra að sem skrifa pistil til lesenda  við áramót.

Eins og vera ber og til að gæta alls hlutleysis var dregið um röð flokka í sambandi við birtingu pistla.  Númer tvö er Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir Vinstri grænum

Lesa meira

Um áramót Njáll Trausti Friðbertsson skrifar

Vefurinn setti sig i samband við þá flokka sem eiga þingmenn i kjördæminu og bauð oddvitum þeirra að sem skrifa pistil til lesenda  við áramót.

Eins og vera ber og til að gæta alls hlutleysis var dregið um röð flokka í sambandi við birtingu pistla.  Sá fyrsti er skrifaður af Njáli Trausta Friðbertssyni Sjálfstæðisflokki

Hugleiðingar um áramót

Þegar líður að áramótum og hugað er að verkefnum næstu ára er áhugavert að líta um öxl og sjá að við höfum verið að upplifa sérstaka tíma og ýmis áföll hafa dunið yfir sem hafa haft áhrif á efnahag og velferð þjóðarinnar. Þau rúmu sjö ár sem ég hef setið á Alþingi hef ég lengstum setið í fjárlaganefnd og þau verkefni sem þar hefur verið tekist á við marka sterkt þessi ár. Þarna má telja til áföll eins og fall WOW air, Aðventustorminn, heimsfaraldur, stríð í Evrópu og eldvirkni á Reykjanesskaga.

Lesa meira

Jólavæntingar

Við eigum flest mynd af fullkomnum jólum í hugskoti okkar. Myndir sem ef til vill eiga uppruna sinn í bernskujólunum sem oft eru sveipuð töfrum í huganum, og því meira eftir því sem við eldumst. Og ef ekki þar, þá í flestum jólamyndum, jólabókum, jólasöngvum og jólaauglýsingum sem reka á fjörur okkar. Við sjáum fyrir okkur dásamlegar stundir með fjölskyldu og vinum í kringum stórt borð í stofunni á fallega skreyttu heimili og gjarnan með arineld í bakgrunni. Úti snjóar að sjálfsögðu því jólin þurfa að vera hvít. Á smekklega skreyttu borðinu er jólamatur, allt ljúffengt og vel útilátið. Allir eru klæddir í sitt besta skart og njóta matarins. Eftir máltíðina safnast allir saman við fullkomið jólatré og skiptast á yndislegum gjöfum og skemmtilegum samræðum.

Lesa meira

Listasýning í útibúi Sparisjóðs Höfðhverfinga í Glerárgötu

Sparisjóður Höfðhverfinga býður upp á listasýningu í útibúi sparisjóðsins að Glerárgötu 36, Akureyri. Sýningin samanstendur af verkum listafólks sem tekur þátt í dagatali sparisjóðanna fyrir árið 2024. Hugmyndin á bak við dagatalið er að kynna ungt og efnilegt listafólk sem býr á landsbyggðinni. Hver einstaklingur fær einn mánuð í dagatalinu, þar sem hann kynnir sig og sína list.

Lesa meira