Vorið er ekki komið á dagskrá ennþá
Kuldi, snjókoma, ófærð, gular viðvaranir, óvissuástand, snjóflóðahætta, meiri snjókoma. Þetta er nokkuð rétt lýsing á veðrinu og afleiðingum þess hér Norðanlands s.l daga. Meðan fréttir berast af gróðureldum í Elliðaárdal í Reykjavík erum við hér í þessum landshluta meira að velta fyrir okkur hvenær verði mokað og leiðin opnuð.
Óli Þór Árnason er veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, vefurinn hafi samband við hann og spurði.:
Óli Þór Árnason veðurfræðingur á heimavelli
Óli hvenær lagast veðrið eiginlega?
,,Það verður mun skaplega núna síðar í vikunni, en vorið er ekki komið á dagskrá ennþá”
Hvað er það sem veldur þessu?
,,Ef og þegar hæðin yfir Grænlandi nær að koma sér vel fyrir þá verður hún gjarnan mjög þaulsetin. Beinir hún þá köldu heimskautalofti yfir til okkar”.
Óli bætir við ,,það er þó skömminni skárra að þetta gerist í lok vetrar en við séum að fá þetta í maí. Svo verða krakkarnir á Andrésarleikunum að hafa snjó”
Það eru sem sagt engin veruleg hlýindi sjánaleg í kortnum?
,,Spár hafa verið að gefa til kynna að í lok næstu viku sé breytinga að vænta! Það er farið að hlýna vestanhafs og þá mun það komast til okkar að lokum.
En samt er rétt að hafa í huga að norðanátt verður alltaf þaulsetnari en spár gera öllu jafnan ráð fyrir“.
,,Eins er gott að hafa í huga að aldrei hefur komið svo leiðinlegt veður að það hafi ekki lagast fyrir rest“ sagði Óli Þór Árnason veðurfræðingur nokkuð glaðbeittur að lokum.