20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
„Þetta er kúltúr sem þekkist ekki annars staðar“
Gríðarlegt uppbyggingarstarf Blakdeildar Völsungs á undanförnum árum hefur vakið verðskuldaða athygli. Árangur vinnunnar mátti sjá á dögunum þegar U17 landslið Íslands keppti á Norðurlandamóti í Danmörku. Völsungar áttu hvorki fleiri né færri en níu keppendur á þessu móti, fjóra pilta og fimm stúlkur. Auk þess voru þjálfarar U17 stúlkna, Völsungarnir, þau Tamas Kaposi og Tamara Kaposi-Peto og liðsstjóri í ferðinni var Lúðvík Kristinsson, formaður blakdeildar Völsungs. Stúlkurnar gerðu sér lítið fyrir og lönduðu gulli á mótinu. Vikublaðið ræddi við Lúðvík Kristinsson um uppbygginguna í blakinu á Húsavík en hann var einn þeirra foreldra sem lyftu grettistaki fyrri nokkrum árum með því að gera blak að alvöru valkosti fyrir börn og unglinga á Húsavík.