Mannlíf

Akureyrarbær endurnýjar samning við KFUM og KFUK

Markmiðið með samningnum að gefa fjölbreyttum hópi barna og ungmenna kost á heilbrigðu og metnaðarfullu félags- og æskulýðsstarfi í anda KFUM og KFUK.

Lesa meira

Háskólinn á Akureyri vill vera leiðandi í gervigreind

Það hefur ekki farið fram hjá neinum hve mikið pláss gervigreindin er farin að taka. Einhverjir óttast gervigreindina en aðrir sjá tækifærin sem í henni felast og á það svo sannarlega við um Háskólann á Akureyri. Stúdentar og starfsfólk hafa verið að nýta gervigreindina í sínum störfum og hefur Kennslu- og upplýsingamiðstöð Háskólans á Akureyri (KHA) meðal annars staðið reglulega fyrir fyrirlestrum og vinnustofum sem snúa að gervigreind. Þriðjudaginn 3. desember sl. fékk starfsfólk góða heimsókn frá Gísla Ragnari Guðmundssyni sem starfar sem sérfræðingur í gervigreind hjá Háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu. Gísli átti fundi með sérstökum einingum skólans auk þess sem hann hélt erindi og vinnustofu þar sem starfsfólk fjölmennti. Gísli leiddi vinnuna að aðgerðaráætlun Íslands um gervigreind og fór meðal annars yfir hana, tækifærin sem felast í gervigreindinni, gagnleg tól og hvernig er hægt að nýta gervigreindina til sóknar í námi og rannsóknum frekar en að líta á hana sem ógn eða hindrun.

Lesa meira

Stéttarfélög styrkja Velferðarsjóð

Stjórn Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni samþykkti á dögunum styrk að upphæð 700 þúsund krónur til Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis. Aðalstjórn Einingar-Iðju hefur samþykkt að veita sjóðnum 1,2 milljónir króna í styrk.

Lesa meira

Útfararþjónusta Akureyrar leigir líkhús og athafnarými Innheimt verður 30 þúsund króna gjald

Útfararþjónusta Akureyrar ehf hefur tekið líkhúsið á Akureyri á leigu. Félagið hefur alla tíð verið aðskilið frá opinberum rekstri kirkjugarðanna. Útfararþjónustunni er heimilt að innheimta gjald til að standa undir rekstrinum og er gert ráð fyrir að grunngjald verði um 30 þúsund krónur fyrir allt að 20 daga en hækkar eftir það.

Lesa meira

Lausnamiðuð og samhent

Hressir krakkar tóku þátt í  First Lego League á Húsavík

Lesa meira

Fjárhagsáætlun Norðurþings samþykkt - jákvæð rekstarniðurstaða áætluð næstu 4 árin.

Fjárhagsáætlun Norðurþings 2025 og 2026-2028 var samþykkt í síðari umræðu á sveitarstjórnarfundi 5. desember 2024. Fyrri umræða fór fram 31. október og var unnið í áætluninni á milli umræðna í öllum fagráðum sveitarfélagsins.Forsendur fjárhagsáætlunar eru byggðar á 6 mánaða milliuppgjöri, þjóðhagsspá Hagstofu Íslands og áætlunum greiningardeildar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lesa meira

Eyfirskar gellur vinsælar á aðventunni á Spáni"

Eftirspurn eftir ferskum þorskgellum eykst gjarnan á þessum árstíma á Spáni, enda hefð fyrir því meðal innfæddra að snæða þennan herramannsmat í aðdraganda jólanna. Sunneva Ósk Guðmundsdóttir framleiðslustjóri Samherja á Akureyri segir reynt eftir bestu getu að verða við óskum kaupenda, ferskar gellur séu því sendar með flugi til Spánar.

Lesa meira

Íslandsþari fær lóð á Húsavík

Meiri­hluti sveit­ar­stjórn­ar Norðurþings samþykkti á fundi sín­um í gær að út­hluta Íslandsþara ehf. lóð fyr­ir starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Búðarfjöru 1 sem er á hafn­ar­svæðinu á Húsa­vík.

Lesa meira

Jólahelgin mikla í Mývatnssveit er að bresta á!

 Um helgina er lag að heimsækja jólasveinana okkar í Dimmuborgum, baða sig með þeim í Jarðböðunum og klára jólagjafainnkaupin á stóra jólamarkaðnum í Skjólbrekku!

Lesa meira

Ingvar Þóroddsson verður yngsti þingmaðurinn á Alþingi

„Ég hlakka mikið til að takast á við nýtt starf,“ segir Ingvar Þóroddsson sem kjörinn var á Alþingi Íslendinga í kosningum síðastliðinn laugardag fyrir Viðreisn. Þar er hann yngsti þingmaðurinn, 26 ára gamall, fæddur árið 1998. „Ég er virkilega stoltur af okkur öllum, það er mikilvægt að ná inn kjördæmakjörnum þingmönnum í bæði Norðurlandskjördæmin og gerir okkur á margan hátt auðveldara fyrir að efla flokksstarfið og virkja grasrótina.“

Lesa meira