Mannlíf

Tjón vegna kals í túnum hleypur á hundruðum milljóna

Tjón af völdum kals i Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hleypur á hundruðum milljóna króna. Langt er síðan tún hafi kalið í jafnmiklum mæli og nú. Ljóst er að fjöldi bænda þarf að taka upp tún og sá í þau en veður hefur ekki unnið með bændum nú í vikunni.

Lesa meira

Mikil uppbygging á félagssvæði Þórs í pípunum

Eins fram hefur komið á vef Vikublaðsins héldu Þórsarar  afmælisboð í tilefni 109 ára afmælis félagsins s.l fimmtudag.   Í frásögn af samsætinu segir á heimasíðu Þórs að Nói Björnsson formaður félagsins hafi ávarpað samkomuna og er óhætt að segja að ræða hans hafi heldur betur boðað miklar breytingar á félagssvæði Þórs á næstu árum.  

Hér fer á eftir bein tilvitnun í orð Nóa fengin af áður nefndri heimasíðu:

Lesa meira

Íþróttafélagið Þór 109 ára

Í gær var þess minnst í veglegu samsæti í Hamri félagsheimili  Þórs að 109 ár voru frá stofnun félagsins.   Stofnandi félagsins var Friðrik Einarsson og var hann einnig fyrsti formaður þess.  Friðrik var tæplega 15 ára gamall þegar hann stofnaði félagið, ásamt nokkrum öðrum 12-15 ára drengjum á Oddeyri. Í fyrstu hét félagið Íþróttafélag Oddeyringa, Þór.

Lesa meira

Bílaleiga Akureyrar-Höldur Óvissa með ferðasumarið en sleppur að líkindum til

„Ég er ekki svartsýnn en það eru blikur á lofti og ákveðið áhyggjuefni hvernig sumarið lítur út,“ segir Steingrímur Birgisson forstjóri Bílaleigu Akureyrar-Hölds. Hátt vaxtastig í landinu og hversu dýrt landið sé orðið auk þess sem amk í vetur bar á misskilningi hjá ferðalöngum um stöðu á Íslandi vegna jarðhræringa setja strik í reikninginn.

Lesa meira

Húsavíkurhöfn Ný flotbryggja tekin í notkun

Ný flotbryggja var tekin í notkun í Húsavíkurhöfn í síðustu viku.

Það var Köfunarþjónustan sem sá um verkið samkvæmt samningi. Samningsupphæð var 44.687.600 kr. og er hlutur Hafnabótasjóðs Vegagerðarinnar  60% af upphæðinni samkvæmt samgönguáætlun. 

Lesa meira

,,Dánarvottorð" eða öll él styttir upp um síðir

Það er aðeins léttara yfir veðrinu og með fólki leynist  von um betri tíð.  Við slógum á þráðinn til Óla Þórs Árnasonar sem hefur innherjaupplýsingar um veður sem  starfandi veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands.

Lesa meira

Fyrstu lóðinni á Dysnesi úthlutað til Líforkuvers ehf

Fyrstu lóðinni á Dysnesi hefur verið úthlutað til Líforkuvers ehf. Fyrirhugað er að á henni byggist upp líforkuver en það verkefni á sér langan aðdraganda.  Kristín Helga Schiöth framkvæmdastjóri Líforkuvers segir vonir standi til þess að það megi raungerast á allra næstu árum. Um sé  að ræða mikilvæga innviðauppbyggingu þar sem unnið verður úr lífrænum straumum í lokuðum kerfum, svo úr verði verðmæti í formi orkugjafa og jarðvegsbætis. Byggt er á hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins, þar sem ekkert fer til spillis. Horft er til nágrannalanda okkar eftir fyrirmyndum og notast verður við þekkta tækni.

 

Lesa meira

Sprotasjóður - Fjórir skólar á Norðurlandi eystra hljóta styrk

Fjórir skólar á Norðurlandi eystra hluti styrk úr Sprotasjóði leik-, grunn- og framhaldsskóla sem úthlutað styrkjum af fjárlögum ársins 2023 á dögunum Skólarnir sem hlutu styrki nú eru  Þelamerkurskóli, Dalvíkurskóli, Grenivíkurskóli og Norðurþing.

Lesa meira

Veðrið kallar fram margvísleg viðbrögð

Fátt hefur meiri áhrif á skapgerð okkar en.... við segjum þegar það á við ,,blessað veðrið“ og þá blíðlega.  Tónninn  er svo allur annar þegar veður er með þeim hætti sem verið hefur s.l daga og þá segjum við með þunga ,, helv. skítaveður er þetta“

Lesa meira

Súlur björgunarsveitin byggir vélaskemmu

Mánudaginn 3. júní síðastliðinn var fyrsta skóflustungan tekin af nýrri vélaskemmu sem mun rísa á lóð okkar við Hjalteyrargötu 12.  Vélaskemman verður rúmlega 300 fm með fjórum bilum fyrir tæki sveitarinnar.

Lesa meira