Íslandsþari fær lóð á Húsavík

Frá Húsavík                                    Mynd  Vikublaðið
Frá Húsavík Mynd Vikublaðið

Meiri­hluti sveit­ar­stjórn­ar Norðurþings samþykkti á fundi sín­um í gær að út­hluta Íslandsþara ehf. lóð fyr­ir starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í Búðarfjöru 1 sem er á hafn­ar­svæðinu á Húsa­vík.

At­kvæði féllu þannig að fimm voru hlynnt­ir út­hlut­un­inni, tveir voru and­víg­ir og tveir sátu hjá. Um­sókn þessa efn­is var tek­in fyr­ir í skipu­lags- og fram­kvæmdaráði Norðurþings 12. nóv­em­ber og samþykkt þar af meiri­hluta ráðsins að leggja til við sveit­ar­stjórn að fyr­ir­tækið fengi út­hlutaða téða lóð.

Á umliðnum árum hef­ur tals­vert verið fjallað um áform Íslandsþara ehf. um þurrk­un og vinnslu á stórþara og var málið lengst af um­deilt í héraði. Höfðu íbú­ar áhyggj­ur af hljóð- og lykt­ar­meng­un sem starf­sem­inni fylgdi, en þær áhyggj­ur hafa dvínað þar sem vinnsluaðferðir hafa tekið breyt­ing­um.

„Ef áætlan­ir fyr­ir­tæk­is­ins ganga eft­ir koma hér 20-30 ný störf inn í at­vinnu­lífið á næstu árum. Mér finnst það stórt skref fyr­ir Norðurþing að fá þau at­vinnu­tæki­færi hingað,“ seg­ir hún.

Gert er ráð fyr­ir 19 störf­um í landi og 10 sjáv­ar­tengd­um störf­um við þara­söfn­un­ina. Strax og starf­sem­in hefst ger­ir fyr­ir­tækið ráð fyr­ir tæp­lega 15 stöðugild­um sem fari síðan fjölg­andi. 

mbl.is sagði fyrst frá

 

 

Nýjast