Stéttarfélög styrkja Velferðarsjóð

Eining Iðja og FVSA stykja Velferðarsjóð Eyjafjaðrar
Eining Iðja og FVSA stykja Velferðarsjóð Eyjafjaðrar

Stjórn Félags verslunar- og skrifstofufólks Akureyri og nágrenni samþykkti á dögunum styrk að upphæð 700 þúsund krónur til Velferðarsjóðs Eyjafjarðarsvæðis. Aðalstjórn Einingar-Iðju hefur samþykkt að veita sjóðnum 1,2 milljónir króna í styrk.

Jólaaðstoðin var fyrst veitt árið 2013 og hefur samstarfið gefist vel. Því var ákveðið að útvíkka starfsemina og stofna Velferðarsjóð á Eyjafjarðarsvæðinu sem sér um velferðaraðstoð á ársgrundvelli. Markmið sjóðsins er tvíþætt; að einfalda fólki að leita sér aðstoðar allan ársins hring og halda utan um upplýsingar um þörfina í samfélaginu. Starfssvæði sjóðsins er Eyjafjörður, frá Siglufirði til Grenivíkur.

Sjóðurinn er samstarfsverkefni Mæðrastyrksnefndar Akureyrar, Hjálpræðishersins á Akureyri, Rauða Krossins við Eyjafjörð og Hjálparstarfs Kirkjunnar, en í sameiningu standa samtökin að jólaaðstoð á svæðinu.

Nýjast