Mannlíf

Ljósastyrktarganga upp að Fálkafelli í dag til styrktar Velferðarsjóðs Eyjafjarðar

Það kom upp hugmynd um að hafa styrktargöngu upp í Fálkafell fyrir jólin og var ákveðið að skella í eina slíka. Tilvalið að mæta með rauðar húfur eða jólahúfur.

Lesa meira

Afmælishátíð á morgun fimmtudag

,,Á morgun fimmtudaginn 19 desember verða nákvæmlega 50 ár síðan ÚA Spánartogarinn Kaldbakur EA 301 kom i fyrsta sinn til heimahafnar hér á Akureyri og þessi hátið verður því afmælishátíð og í anda Stelluhátíðarinnar sem við sjómenn héldur fyrir rúmu ári, enmitt þá líka til að fagna því að þann dag 1. nóvember 2023 voru líka 50 ár síðan að Stellurnar,  Svalbakur EA 302 og Sléttbakur EA 304 komu heim.   Þá var afhjúpað stórglæsilegt líkan af þeim Stellusystrum svokölluðu."  segir Sigfús Ólafur Helgason hvatamaður að smíði  líkana af  merkum togurum i sögu ÚA.

Hátíðin fer fram á matsal Útgerðarfélags Akureyringa  og hefst kl 17.00

Lesa meira

Nýtt meistarnám í Velsældarfræðum hlýtur myndarlegan styrk

Nýtt meistaranám í Velsældarfræðum, Wellbeing Science, var eitt 19 verkefna sem hlaut styk úr Samstarfssjóði háskóla í morgun, eða 61 milljón króna. Um er að ræða samstarfsverkefni HR, HÍ, HA, Embætti landlæknis og Surrey háskóla á Englandi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- og nýsköpunarráðherra kynnti úthlutunina.

Velsældarhagkerfi er notað til að lýsa sýn sem er frábrugðin hinni hefðbundu nálgun á hagkerfið út frá eingöngu efnahagslegum mælingum. Þess í stað eru velsæld og lífsgæði metin út frá fjölmörgum félagslegum og umhverfislegum þáttum jafnt sem efnahagslegum.

 

Lesa meira

Hefur fært Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis 2,4 milljónir

Hörður Óskarsson hefur síðustu átta ár fært Krabbameinsfélagi Akureyrar og nágrennis styrk til minningar um bróður sinn Sigurð Viðar Óskarsson, en hann lést úr krabbameini árið 2010.

Lesa meira

Nýju kirkjutröppurnar opnaðar

Nýju kirkjutröppurnar verða opnaðar sunnudaginn 22. desember kl. 16. Að lokinni hátíðlegri athöfn er bæjarbúum boðið í skrúðgöngu upp að Akureyrarkirkju. Öll eru hjartanlega velkomin!

Lesa meira

Nemendur í Grenivíkurskóla styrkja Velferðarsjóð

Krakkar á miðstigi í Grenivíkurskóla, í 5. 6. og 7. bekk  afhentu sjóðnum 430 þúsund krónur í Glerárkirkju á Akureyri í morgun. Þeir unnu að verkefni nú í haust sem snérist um að skrifa bækur undir leiðsögn kennara sinna, hver nemandi skrifaði eina bók.

Lesa meira

,,Nú tæknin geggjuð orðin er”

Það má nokkuð víst telja að kynni kynbótahrúturinn Kolbeinn frá Grobbholti magnaðan texta Ómars Ragnarssonar  sem hann orti fyrir mörgum áratugum og nefndi Árið 2012 væri Kolbeinn að jarma þennan brag,  liklega ólundarlega.  Vilhjálmur Vilhjálmsson  flutti  þennan texta listavel og sannfærandi. 

Lesa meira

Aðalfundur GA var haldinn 14. desember s.l.

Þann 14. desember síðastliðinn var haldinn aðalfundur Golfklúbbs Akureyrar fyrir rekstrarárið 2024.  Mjög vel var mætt,  það voru tæplega 100 manns á fundinum.   Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf og eftir fundinn var nýja inniaðstaðan okkar á Jaðri formlega opnuð.   ,

Það var Halldór M. Rafnsson, heiðursfélagi GA, ásamt Huldu Bjarnadóttur, forseta GSÍ, sem klipptu á rauða borðan íáður en gestir fengu að sjá dýrðina og gæddu sér síðan á snittum og drykkjum að því loknu.

Lesa meira

Fjöldi umsókna um jólaaðstoð hjá Velferðarsjóði

„Það er svipaður fjöldi sem sækir um núna og í fyrra, en líkast til heldur fleiri,“ segir Herdís Helgadóttir formaður Velferðarsjóðs Eyjafjarðar en þar er úrvinnsla umsókna um jólaaðstoð í fullum gangi.

Lesa meira

Fresta opnun skíðasvæðis um viku í það minnsta

„Vonandi náum við að opna fyrir jól,“ segir Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli. Til stóð að opna svæðið í gær, föstudag en þau áform  fuku út í veður og vind, líkt og snjórinn sem safnast hafði í fjallinu.

Lesa meira