Bók um Kinnar- og Víknafjöll komin út
Bókin Kinnar- og Víknafjöll með mínum augum er komin út. Höfundur er Hermann Gunnar Jónsson sem áður hefur skrifað bókina Fjöllin í Grýtubakkahreppi.
„Titill bókarinnar er lýsandi fyrir innihald hennar því nú segi ég á persónulegum nótum frá ferðum mínum á umrædd fjöll auk nokkurra annarra á Flateyjardal og í neðanverðum Fnjóskadal. Framsetning hverrar ferðar er sem nokkurskonar ferðadagbók með texta, ljósmyndum og kortum,“ segir Hermann Gunnar um bókina.