Mannlíf

Rafbílastöðin og HSN gera samkomulag um orkuskipti

Rafbílastöðin og Heilbrigðisstofnun Norðurlands hafa undirritað samkomulag vegna orkuskipta og greiningarvinnu undir yfirheitinu „Flotastjórnun til framtíðar“ sem felur í sér vinnu við orkuskipti, innviðauppbyggingu og markvissar aðgerðir til að stuðla að vistvænum akstri. Alls hafa 8 hreinir rafbílar verið teknir í notkun hjá HSN á einu ári.

Lesa meira

Rarik gefur VMA úttektarmæla að gjöf

„Það er ekkert launungarmál að við hjá RARIK stöndum í mikilli þakkarskuld við Verkmenntaskólann. Á síðustu árum hefur bróðurpartur þeirra sem við höfum ráðið til okkar og starfa í útivinnu hjá fyrirtækinu á Norðurlandi eystra verið annað hvort brautskráðir vélstjórar eða rafvirkjar frá VMA,“ segir Sigmundur Sigurðsson, skrifstofustjóri RARIK á Akureyri, sem kom færandi hendi í VMA nýverið ásamt Þóri Ólafi Halldórssyni, sem hefur umsjón með viðhaldsmálum hjá fyrirtækinu.

Lesa meira

Sigrún Steinarsdóttir Ellertsen hjá Matargjöfum , og Stefán Bald­vin Sig­urðsson, fyrr­ver­andi há­skóla­rektor, sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson sæmdi í dag 17. Júni,  14 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

Lesa meira

Sunnudagsviðtalið Greindist sem geimvera og stofnar leiklistarskóla

Pétur Guðjónsson hefur komið víða við í menningarlífinu á Norðurlandi. Leiklistin hefur þar verið fyrirferðamikil en hann hefur glímt við stórt verkefni að undanförnu, eitt það stærsta að hans sögn; að vinna sig úr kulnun. Í sunnudagsviðtalinu deilir hann með okkur ferðalaginu upp úr kulnun sem er  að hans sögn eins mismunandi og við erum mörg.

Lesa meira

Slys á vatnsverndarsvæði Norðurorku

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum varð alvarlegt rútuslys við Fagranes í Öxnadal í gær. Viðbúnaður viðbragðsaðila var mikill og aðkoma starfsfólks Norðurorku einnig þar sem slysið varð inn á vatnsverndarsvæði fyrirtækisins sem nær m.a. inn að vatnaskilum á Öxnadalsheiði

Lesa meira

Tveimur haldið sofandi en með stöðug lífsmörk

Alls voru 22 erlendir ferðamenn í rútunni sem valt. 5 voru fluttir með þyrlu og sjúkraflugvélum á Landspítalann og þar á gjörgæsludeild. Tveimur er haldið sofandi í öndunarvél en eru sagðir vera með stöðug lífsmörk. 5 voru lagðir inn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Nánari upplýsingar um áverka liggja ekki fyrir hjá lögreglu á þessari stundu.

Lesa meira

„Ekki minn tebolli að sitja við tölvuna og safna gögnum“

Joséphine er frá Bayonne í suðvestur Frakklandi en hefur starfað sem leiðsögumaður hjá Gentle Giants hvalaferðum á Húsavík síðan sumarið 2022 en síðast liðið haust settist hún á skólabekk með það að markmiði að ná sér í skipstjórnarréttindi fyrir rib-báta GG hvalaferða.

Lesa meira

Rútuslysið-Flogið með fimm manns til Reykjavikur, vegurinn lokaður fram á nótt.

Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi þessa tilkynninu frá sér fyrir skömmu vegna alvarlegs rútuslys sem varð laust eftir kl 17 í dag í Öxnadal 

,,Áfram viljum við vekja athygli á því að vegurinn um Öxnadal er enn lokaður og verður fram eftir nóttu.

 

Lesa meira

Alvarlegt rútuslys í Öxnadal Uppfært kl 1900

Uppfærsla vegna slyss í Öxnadal kl. 18:55

Í fyrstu viljum vekja athygli á því að vegurinn um Öxnadal er enn lokaður og verður eitthvað fram eftir kvöldi, jafnvel fram eftir nóttu. Hvetjum við því alla sem þurfa að komast á milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar í kvöld að fara fyrir Tröllaskagann í gegnum Siglufjörð og Ólafsfjörð.

Þarna hafði rúta með erlendum ferðamönnum oltið og var þó nokkur fjöldi þeirra slasaður. Flestir farþegar hafa nú verið fluttir af vettvangi og á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þar fer fram frekari greining og þá eru 2 sjúkraflugvélar klárar á Akureyri og þá er þyrla LHG kominn til Akureyrar og mun hún einnig flytja slasaða til Reykjavíkur.

Frekari upplýsingar koma kl. 21:00

 
 
Laust fyrir kl. 17:00 fengu viðbragðsaðilar í Eyjafirði tilkynningu um alvarlegt umferðarslys í Öxnadal. Þar hafði rúta oltið og væru fjöldi farþega slasaðir. Hópslysaáætlun var virkjuð og allir viðbragðsaðilar kallaðir út.
 
Vegurinn um Öxnadal er lokaður og mun verða eitthvað áfram.  Bendum við á hjáleið um Tröllaskaga.
Lesa meira

Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingar um viðtal Vikublaðsins við Teit Guðmundsson

Viðtal Vikublaðsins í gær við Teit Guðmundsson forstjóra Heilsuverndar sem rekur Heilsuvernd hjúkrunarheimili á Akureyri hefur vakið mikla athygli.  Hilda Jana Gísladóttir bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar gerir viðtalið að umfjöllunarefni í stöðufærslu á Facebook og er greinlega hugsi.

Lesa meira