Rafbílastöðin og HSN gera samkomulag um orkuskipti
Rafbílastöðin og Heilbrigðisstofnun Norðurlands hafa undirritað samkomulag vegna orkuskipta og greiningarvinnu undir yfirheitinu „Flotastjórnun til framtíðar“ sem felur í sér vinnu við orkuskipti, innviðauppbyggingu og markvissar aðgerðir til að stuðla að vistvænum akstri. Alls hafa 8 hreinir rafbílar verið teknir í notkun hjá HSN á einu ári.