Vikudagur kemur út í dag
Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Sigþór Bjarnason, ser er vafalaust betur þekktur sem Dandi í JMJ en hann starfaði í versluninni í tæplega hálfa öld. Vikudagur heimsótti Danda og spjallaði við hann um árin í versluninni, fjölskylduna og lífið og tilveruna.
-Dagskráin á Akureyri fagnar á þessu ári 50 ára afmæli en útgáfa blaðsins hófst þann 22. desember árið 1968. Kannanir Capacent hafa sýnt að Dagskráin beri höfuð og herðar yfir aðra prentmiðla á svæðinu en yfir 90% af fólki á Akureyri og nágrenni lesa blaðið. Óhætt er að fullyrða að Dagskráin sé inngróin í hjörtu bæjarbúa.
-Bæjaryfirvöldum á Akureyri barst nýverið erindi undirritað af þremur leikskólastjórum bæjarins fyrir hönd allra leikskólastjórnenda á Akureyri. Í erindinu er lýst áhyggjum yfir því að of lítið rými sé fyrir hvert barn í leikskólum.
-KA/Þór náði þeim góða árangri að komast í undanúrslit kvenna í bikarkeppninni í handbolta.
- Almenn ánægja er með snjómoksturinn á Akureyri samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir Akureyrarbæ á vetrarþjónustu og fram kemur í minnisblaði sem tekið var fyrir á fundi umhverfis-og mannvirkjaráðs.
Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is.