Vikudagur kemur út í dag

Í Vikudegi sem kemur út í dag er m.a. ítarlegt viðtal við Michael Jón Clarke tónlistarmann sem flutti ungur að árum til Akureyrar í ævintýraþrá og hefur starfað sem kennari í Tónlistarskólanum á Akureyri í 46 ár. Hann hefur sett svip sinn á tónlistarlífið á Akureyri og kynntist eiginkonu sinni í gegnum kennsluna. Michael Jón var alvarlega veikur á tímabili og var farinn að skipuleggja sína eigin útför. Vikudagur settist niður með Michael yfir kaffibolla og ræddi við hann um æskuna, tónlistina, ástina, fjölskylduna og lífið.

-Verkefni sem snýr að skaðaminnkun fyrir jaðarsetta hópa í samfélaginu eins og heimilislausra einstaklinga og þeirra sem nota vímuefni í æð er í undirbúningi á Akureyri. Verkefnið er á vegum Rauða krossins og er að fyrirmynd Frú Ragnheiðar á höfuðborgarsvæðinu.

-Sunna Borg leikkona er í nærmynd.

-Á undanförnum árum hefur færst í vöxt á Akureyri að einstaklingar séu utangarðs og/eða heimilislausir en reisa á smáhýsi tímabundið til tveggja ára til að leysa búsetuúrræði fyrir heimilislausa.

-Grunnskólakrakkar á Akureyri tóku lagið með poppstjörnunni Friðriki Dór í vikunni í Hofi. Viðburðurinn var hluti af samstarfsverkefni Tónlistarskólans á Akureyri og leik-og grunnskólanna bæjarins og nefnist Söngvaflóð. Vikudagur var á staðnum.

- Sigríður Víkingsdóttir, kennari í Glerárskóla, sem sér um matarkrók vikunnar og töfrar fram girnilega uppskriftir.

Þetta og meira til í Vikudegi í dag. Áskriftarsíminn er 460-0750 og 860 6751. Einnig er hægt senda póst á askrift@vikudagur.is

Nýjast