„Við Guð fundum hvort annað aftur“

„Þetta er kirkja sem hefur allt, er hverfiskirkja og með góða aðstöðu. Svo fyrir einhvern eins og mi…
„Þetta er kirkja sem hefur allt, er hverfiskirkja og með góða aðstöðu. Svo fyrir einhvern eins og mig sem brennur fyrir að vera með metnaðarfullt kirkjustarf þá er þetta draumastaðurinn,“ segir Sindri Geir.

Sindri Geir Óskarsson er nýr sóknarprestur í Glerárkirkju en hann tók við starfinu af Gunnlaugi Garðarssyni í upphafi árs. Sindri er fæddur árið 1991 og er næstyngsti sóknarprestur landsins. Hann er uppalinn á Akureyri og lauk stúdentsprófi frá MA árið 2010 og mag. theol.,-prófi frá H.Í. árið 2016.

Á meðan hann lagði lokahönd á meistaraverkefni sitt fluttist hann ásamt fjölskyldu sinni til Noregs og starfaði þar sem „prestevikar“ (óvígður afleysingamaður prests), í tæp tvö ár. Undanfarin ár hefur sr. Sindri Geir fengist við kennslu á Akureyri, unnið sem svæðistjóri KFUM & K á Norðurlandi og sem ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun.

Vikudagur tók Sindra tali og forvitnaðist um prestinn unga.

Smelltu hér til að gerast í áskrifandi. 

Nýjast