Veiði hafin í Laxá í Aðaldal

Hilmar Hafsteinsson stoltur með fyrsta fisk sumarsins úr Laxá í Aðaldal en veiði hófst þar i morgun …
Hilmar Hafsteinsson stoltur með fyrsta fisk sumarsins úr Laxá í Aðaldal en veiði hófst þar i morgun Myndir aðsendar

Veiði hófst í Laxá í Aðaldal í morgun og ekki þurfti að bíða lengi eftir fyrsta feng sumarsins 2024.  Sprækur hængur 81 cm á lengd stóðst ekki Metallicu no 8 sem veiðimaðurinn Hilmar Hafsteinsson bauð.   Veiðisstaðurinn var Sjávarhola sem hefur nú gefið þá nokkra gegnum tíðina. 

Að sögn Árna Péturs Hilmarssonar staðahaldara  hefur aldrei sést jafn mikið af laxi og nú fyrir opnun á þeim 3 árum sem þeir hafa verið með svæðið.  ,,Hér eru allir yfir sig spenntir fyrir opnun, lax sást á öllum svæðum fyrir neðan fossa í gær “ sagði Árni 

Vegna forfalla eru örfáar stangir lausar í ánni og geta áhugasamir sent tölvupóst á biglaxa@gmail.com fyrir frekari upplýsingar.


Athugasemdir

Nýjast