Uppáhalds............. golfbrautin mín

Sú fimmta á Jaðarsvelli   Mynd  BG
Sú fimmta á Jaðarsvelli Mynd BG

Í golfi er hver braut mín uppáhalds á meðan ég er að spila hana en vissulega gera sumar manni erfiðar fyrir. Sú erfiðasta sem ég glími reglulega við er 5.brautin að Jaðri. Sú er 282 m af gulum teig sem jafngildir teig 54 í dag. Brautin er hallandi uppá við með hindranir á báða vegu. Skurður/lækur norðan brautar alla leið að holu og þungt gras (röff) norðan við skurðinn og þéttur skógur þar fyrir norðan og sandgryfja (bönker) við austurenda flatarinnar. Svo er skurður þvert á brautina ca 50 m frá teig og lækur upp með brautinni að sunnanverðu á hluta brautarinnar. Þar fyrir ofan er sandgryfja (bönker) sem mjókkar lendingarsvæði boltans verulega. Þegar ég var yngri spilaði ég brautina af teig 54.

Góða við það var að ég náði aldrei í lengd þeim hindrunum sem á brautinni eru í upphafshöggi og bjargaði ég mér lengstum, eftir upphafshöggið, með því að slá boltann meðfram skurðinum á móts við holustaðsetninguna og vippa þar yfir lækinn inn á flöt. Oftar en ekki var ég þá að spila hana á 6 höggum en hún er par 4. Flötin hallar öll í átt að læknum þannig að innáhöggin þarf að vera nægjanlega langt svo boltinn rúlli ekki til baka niður í lækinn. Vegna aldurs er ég nú komin á teig 45 sem styttir vegalengdina að holu verulega og því reynir maður við flötina í öðru höggi en á móti kemur að hindranir verða meira í leik í upphafshöggi en áður.

Baddi Guðmundss. 

 

Góður golfari getur slegið inn á flötina af teig 45 en það eru um 220 metrar. Sæmilegur spilari lendir boltanum ca. 50 m frá flöt og vippar auðveldlega inná flötina. Ég slæ í upphafshöggi, við bestu aðstæður, ca. 150 m sem er nákvæmlega lengdin í bönkerinn eða skurðinn að norðan. Ef ég er heppinn fæ ég lendingu á brautinni milli bönkers og skurðsins sem er u.þ.b. 110 m frá holunni og þá eru 25% líkur að ég hitti flötina í öðru höggi. Ef ekki er ástæðan sú að boltinn fór í lækinn á móts við flötina, eða inn í skóginn norðan við skurðinn eða í bönkerinn sem er austan við flötina. Ef ég færi eftir því sem ég hef lesið mig til um golf þá á að skipuleggja hvernig best er að spila hverja braut. Næst ætla ég að fara eftir því á 5.brautina.

Þannig að upphafshöggið nái ekki upp að bönkernum, annaða höggið yfir hann á móts við flötina, þriðja höggið inná flöt og ætla mér síðan tvö högg til að setja kúluna í holu.

Það kallast að fara holuna á boggunni sem telst par fyrir gaur eins og mig með 20 í forgjöf.

 


Athugasemdir

Nýjast