20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Þingeyjarsveit hástökkvari norðursins
Þingeyjarsveit er í toppbaráttunni á Norðurlandi eystra þegar kemur að tölum yfir íbúa. Nýjar tölur frá Þjóðskrá um íbúafjölda sveitarfélaga sýna að íbúum. Þingeyjarsveitar hefur fjölgað um 89 frá 1. desember 2023 til 1. september 2024 eða um 6%.
Þingeyjarsveit er í 9. sæti yfir fjölgun íbúa í sveitarfélögum á landsvísu, en í öðru sæti á Norðurlandi eystra, rétt á eftir Hörgársveit. Meðaltals fjölgun á Norðurlandi eystra er 1% og á landinu öllu um 2%, Þingeyjarsveit er því langt yfir meðaltals íbúafjölgun sveitarfélaga. Íbúum Akureyrar fjölgaði um 0,9% og Norðurþings um 1,5%.