Rafbílastöðin og HSN gera samkomulag um orkuskipti

.Á myndinni  eru Arnar Jónsson, eiganda Rafbílastöðvarinnar, Sigurður Inga Friðleifsson Sviðsstjóra …
.Á myndinni eru Arnar Jónsson, eiganda Rafbílastöðvarinnar, Sigurður Inga Friðleifsson Sviðsstjóra loftslagsbreytinga og nýsköpunar hjá Orkustofnun, Jón Helgi Björnsson forstjóra Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, Eysteinn Heiðar Kristjánsson, verkefnastjóri sjúkraflutninga og Þórhallur Harðarson framkvæmdastjóri fjármála og stoðsviða.

Rafbílastöðin og Heilbrigðisstofnun Norðurlands hafa undirritað samkomulag vegna orkuskipta og greiningarvinnu undir yfirheitinu „Flotastjórnun til framtíðar“ sem felur í sér vinnu við orkuskipti, innviðauppbyggingu og markvissar aðgerðir til að stuðla að vistvænum akstri. Alls hafa 8 hreinir rafbílar verið teknir í notkun hjá HSN á einu ári.

Orkustofnun, HSN og Rafbílastöðin hafa síðastliðið ár unnið að sértækri greiningarvinnu á bifreiðaflota stofnunarinnar fyrir orkuskipti og uppbyggingu hleðsluinnviða. Bifreiðafloti Heilbrigðisstofnunar Norðurlands eru ríflega 40 talsins og þjónusta Norðurlandið eða allt frá Blönduósi til Þórshafnar á Langanesi.

Árið 2023 var greinarbúnaður settur í allar bifreiðar stofnunarinnar til gagnasöfnunar. Bílarnir hafa nú safnað raungögnum, um akstursferðir og hvar þeir dvelja mest, yfir heilt ár í starfsemi stofnunarinnar. Þetta gefur nákvæma og góða yfirsýn yfir notkunarmynstur flotans og niðurstöður um hvar eigi að byggja upp hleðsluinnviði út frá raun hleðsluþörf.

Verulegur ávinningur

Niðurstöður greiningarinnar sýna fram á litla sem enga röskun á starfsemi við útskipti og tug milljóna sparnað í beinum kostnaði við rekstur bifreiðanna enda sýna gögn að það sé 55%-76% sparnaður á akstri rafbíls miðað við bensínbíl þó kílómetragjald rafbíls sé tekið með í útreikningana, einnig er verulegur ávinningur í minni útblæstri og öðrum óbeinum kostnaði sem fylgir rekstri jarðefnaeldsneytisbifreiða.

Nýjast