20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Opið fyrir umsóknir um nám í einstaka námsleiðum til 15. ágúst
Einstaka deildir háskólans hafa tekið ákvörðun um að opna fyrir umsóknir nýnema á seinna umsóknartímabili. Tekið er við umsóknum í einstaka námsleiðir frá 8. ágúst til og með 15. ágúst. Eindagi skrásetningargjalda er 20. ágúst.
Hér getur þú nálgast yfirlit yfir þær námsleiðir sem opið er fyrir umsóknir í:
Grunnnám
- Nútímafræði (BA).
- Fjölmiðlafræði (BA).
- Lögreglu- og löggæslufræði (BA).
Framhaldsnám
- Starfstengd leiðsögn (30 ECTS viðbótardiplóma).
- Forysta í lærdómssamfélagi (30 ECTS viðbótardiplóma).
- Stjórnun og forysta í lærdómssamfélagi (menntavísindi 60 ECTS viðbótardiplóma).
- Upplýsingatækni í námi og kennslu (menntavísindi 60 ECTS viðbótardiplóma).
Tekið skal fram að umsóknarfrestur rann almennt út 5. júní og verður ekki tekið við umsóknum í aðrar námsleiðir en ofantaldar.