20. nóvember - 27. nóvember - Tbl 47
Ögn færri kosið utan kjörfundar nú en höfðu kosið fyrir fjórum árum
,,Við lok dags í gær voru 2003 einstaklingar með lögheimili á Akureyri búnir að kjósa utan kjörfundar á landinu. Þar af kusu 1663 greitt atkvæði hjá embætti sýslumannsins á Norðurlandi eystra,” sagði Helga Eymundsdóttir formaður yfirkjörstjórnar á Akureyri í samtali við vefinn í dag.
Er þetta meiri eða minni þáttaka en fyrir forsetakosningarnar fyrir 4 árum? ,, Þetta er svipað, í heildina voru 2583 utankjörfundaratkvæði árið 2020.“
Hvað vinna margir við framkvæmdina hér i bæ?
,,Við 3 í kjörstjórn, 36 starfsmenn í 12 kjördeildum, 3 starfsmenn við innganga, 14 starfsmenn við flokkun á utankjörfundaratkvæðum, 2 í eldhúsi, 6 við að flytja í land og sækja atkvæði frá Hrísey og Grímsey, og hátt í 25 við gæslu frá Björgunarsveitinni Súlum, ca. 90 manns í það heila” sagði Helga ennfremur
Á Akureyri er kosið í Verkmenntaskólanum eins og verið hefur í seinni tíð og hefst kjörfundur kl 9 í fyrramálið laugardaginn 1 júni.