Norrænir vortónar í Hofi í kvöld
Sópransöngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir og Eva Þyri Hilmarsdóttir píanóleikari flytja norræna vortóna á tónleikum í Hofi í kvöld, miðvikudaginn 28. febrúar kl. 20:00. Á efnisskránni verða meðal annars lög eftir Grieg, Heise, Sibelius og Stenhammar.
Þær flytja einnig þrjú lög eftir Jórunni Viðar og frumflytja tvö sönglög eftir Guðmund Emilsson, hljómsveitarstjóra.
Miðasala er á www.mak.is