Mótmæli í nafni konungs
Spurningaþraut Vikublaðsins #23
-
Hvað heitir knattspyrnuþjálfarinn á myndinni?
-
Bæjarfulltrúi í Árborg hefur sakað fjárfesti um að hafa reynt að múta sér gegn því að hann stuðlaði að því að sveitarfélagið félli frá kaupum á húsi Landsbankans á Selfossi. Hvað heitir bæjarfulltrúinn?
-
Hvaða heimsfræga körfuboltalið heldur sýningu í Laugardagshöll 17. September nk.?
-
Botnaðu málsháttinn; Ágirnd vex með…. Tja, hverju?
-
Aðgerðasinnar hafa mótmælt kröftulega í Reykjavíkurhöfn í vikunni. Hverju er veri að mótmæla?
-
Hver mælti þessi fleygu orð: „ég mótmæli þá í nafni konungs og þjóðarinnar því ranglæti sem haft væri í frammi“?
-
Þann 9. nóvember 1932 brutust út slagsmál milli lögreglumanna og verkamanna við Góðtemplarahús Reykjavíkur en þar voru bæjarstjórnarfundir haldnir. Á fundi bæjarstjórnar þennan dag var tekin til afgreiðslu tillaga um að lækka kaupið í atvinnubótavinnu á vegum bæjarins en þá höfðu áhrif kreppunnar miklu orðið til þess að auka atvinnuleysi á landinu mikið. Hvað hafa þessar götuóeirðir verið kallaðar?
-
Óeirðirnar á Austurvelli áttu sér stað miðvikudaginn 30. mars 1949, þá létu sumir mótmælendur grjóti, eggjum og mold rigna yfir Alþingishúsið. En hverju var verið að mótmæla.
-
Hvað heitir kvendýr selsins?
-
Leikfélag Akureyrar tekur til sýninga barnaleikrit í haust. Hvert er leikritið?
Svör
- Hallgrímur Jónasson, þjálfari karlaliðs KA í fótbolta.
- Tómas Ellert Tómasson.
- Harlem Globetrotters.… eyri hverjum.
- …eyri hverjum.
- Hvalveiðum Íslendinga.
- Jón Sigurðsson þann 9. ágúst 1851 þegar Trampe greifi, fulltrúi konungs á þjóðfundi sem haldinn var í Lærða skólanum í Reykjavík, sleit fundinum í óþökk flestra íslensku fulltrúanna sem sátu fundinn.
- Gúttóslagurinn.
- Inngöngu Íslands í NATÓ
- Urta.
- Litla skrímslið og Stóra skrímslið.
Nýjast