Líf í lundi

Á morgun laugardag verður haldinn útivistar- og fjölskyldudagur í skógum á 18 stöðum um allt land undir merkinu Líf í lundi.

Skógræktarfélag Suður-Þingeyinga efnir til samverustundar á einum af þessum stöðum, hinum fallega Fossselsskógi. Skógurinn er sunnan við bæinn Vað, á leið frá Kinn yfir í Aðaldal. Gestum verður kynnt aðstaðan í skóginum, gengið um skóginn, staðkunnugir veita fræðslu og boðið upp á þrautir fyrir börnin.

Markmið dagsins er að fá almenning til að heimsækja skóga landsins og hreyfa sig, njóta samveru og upplifa skóga og náttúru. Í boði verða fjölbreyttir viðburðir um land allt, bæði rótgrónir viðburðir eins og Skógardagurinn mikli og Skógardagur Norðurlands og nýir viðburðir sem skipulagðir hafa verið í samstarfi margra. Að deginum standa Skógræktarfélag Íslands ásamt aðildarfélögum sínum, Skógræktin og Landssamtök skógareigenda, í samvinnu við önnur félagasamtök og stofnanir.

Einnig er boðað til fagnaðar í hinum rómaða Vaglaskógi. Vaglaskógur er einn af höfuðskógum Íslands og býður upp á frábæra aðstöðu til útivistar og samveru. Margt verður í boði og tilvalið að gera sér glaðan dag í fallegu umhverfi.

 

Dagskrá: 

Kl.  10:00 – ca. 12:30   Ganga á Hálshnjúk undir leiðsögn Hermanns Herbertssonar

                                       (Hist á bílastæði við upphaf gönguleiðar við efri-Vagli)

 

Kl. 14:30-15:30            Skógarganga – fuglarnir í skóginum, leiðsögn Sverrir                                          Thorstensen.

   

Kl. 15:30-16:30            Sýning á skúlptúragerð með keðjusög

 

Kl. 14:00-17:00            Flautugerð, tálgun, frisbígolf, bogfimi, leikir fyrir                                                    börn í umsjón skátanna.

                                          

Veitingar:  Skógarkaffi, lummur, pinnabrauð, poppað yfir eldi.

Nýjast