Kristín Elísa er listamaður Norðurþings

Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi Norðurþings (t.v.) ásamt Kristínu Elísu, Listamanni Nor…
Nele Marie Beitelstein fjölmenningarfulltrúi Norðurþings (t.v.) ásamt Kristínu Elísu, Listamanni Norðurþings. Mynd/Hafþór Hreiðarsson.

Húsvíkingar voru í sannkölluðu hátíðarskapi þegar haldið var upp á 80 ára lýðveldisafmælið 17. júní.

Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá við Safnahúsið í blíðskaparveðri og börnin fengu karamelluregn úr körfubíl slökkviliðsins og Hestamanna félagið Grani bauð á bak.

Eins og venja er á 17. Júní, var Listamaður Norðurþings útnefndur en að þessu sinni var það Kristín Elísa Sigurðsson sem hlaut útnefninguna.

Kristín Elísa byrjaði fyrst að teikna í grunnskóla í Bandaríkjunum (New York) þar sem hún fæddist og ólst upp. Það var fljótt ástríða hennar og í menntaskóla hélt hún áfram að stunda list í mismunandi myndum, myndlist, leikhús og ljósmyndun. Í framhaldsskóla uppgötvaði hún grafíska hönnun. Eftir framhaldsskóla fór hún í Háskóla sem heitir Fashion Institute of Technology og útskrifaðist með AS gráðu í Fashion Merchandising Management en þar lærði hún að teikna upp “fashion illustrastions” sem eru teikningar af módelum og fatahönnun.

Hún tók góða pásu í listum í nokkur ár eftir háskóla þar sem áhuginn dofnaði einhverra hluta vegna. Hún flutti til Íslands árið 2015 og kynntist kærasta sínum árið 2016. Hún fékk svo allt í einu aftur áhugann árið 2019 og fór í NTV skólann til að læra meira í grafískri hönnun. Fór svo að læra Tölvunarfræði hjá Háskóla Íslands með það í huga að nýta það sem hún lærði í grafískri hönnun til að búa til vefsíður og ótal margt fleira.

Árið 2022 ákváðu þau svo að flytja hingað norður til Húsavíkur. Þá byrjaði Kristín Elísa að vinna hjá Frístund í Borgarhólsskóla og byrjaði þar að teikna fyrir krakkana og varð aftur ástfanginn af því að teikna. Hún teiknar nánast á hverjum degi núna og finnst rosalega gaman að teikna fyrir krakkana sem veitir mikla gleði. Sumarið 2023 vann hún í sumarfrístund og var beðin um að mála listaverk á norðurvegginn á Stjórnsýsluhúsinu sem og tröppurnar við Heimabakarí. Þetta var mikil áskorun fyrir hana, bæði út af því að hún hafði aldrei málað neitt svona stórt né utan dyra. Þetta var ótrúleg lærdómsríkt og ógleymanlegt. Í dag finnst henni skemmtilegast að teikna og teiknar nánast hvern einasta dag heima hjá sér.


Athugasemdir

Nýjast