Káinn kominn heim til Akureyrar
Þjóðræknisfélag Íslendinga í vesturheimi hefur gefið Akureyrarbæ afsteypu af minnismerkinu um Káinn, Kristjáni Níels Jónssyni, sem er þar vestra. Til skoðanar er í bæjarkerfinu hvernig best verður hagað uppsetningu þessa glæsilega minjamerkis um Káinn sem á að vera lokið þann 25. ágúst nk. Í umsögn um minnismerkið segir að Akureyringar hafa löngum verið stoltir af rithöfundum sínum og skáldum. Í bænum megi skoða heimili Nonna, Matthíasar Jochumssonar og Davíðs Stefánssonar. Þar megi einnig sjá virðulegar styttur til heiðurs tveim hinum fyrrnefndu og senn verða fjölfarnar götur er bera heiti þeirra þriggja í hinu nýja Hagahverfi.
Hins vegar er ekkert á Akureyri sem minnir á þekktasta skáldið sem fæddist hér í bæ, Kristján Níels Jónsson, Káinn, sem fæddist þann 7. apríl 1860 þar sem nú stendur Aðalstræti 76. Upphaf minnismerkisins um Káinn er að Kristinn Már Torfason fékk í lið með sér fáeina valinkunna menn til að leggja á ráðin um hvernig minningu Káins yrði best borgið á Akureyri. Þann 26. ágúst næstkomandi verður svo haldið málþing á Akureyri um skáldið.